Viðskipti erlent

Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Donald Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum.
Donald Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum. Vísir/AFP
Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. Hann segir að löndin hafi notfært sér Bandaríkin um áraraðir vegna „heimskulegra“ verslunarsamninga. BBC greinir frá

Viðskiptadeilur hófust á fimmtudaginn þegar Trump ákvað að setja 25 prósenta verndartolla á innflutt stál og tíu prósent á innflutt ál. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump og hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta Hússins.

Þá sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við ákvörðun hans og BBC greinir frá því að mögulega verði brugðist við með því að setja 25 prósenta innflutningstolla á vörur sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. 

Trump tjáir sig um málið á Twitter síðu sinni, líkt og oft áður. „Ef ESB vill hækka himinháu tollana sem þeir leggja á bandarísk félög sem stunda viðskipti þar þá munum við einfaldlega leggja skatt á bílana þeirra sem hellast óhindrað til Bandaríkjanna.“









Bandaríkin flytja inn bíla frá Evrópusambandsríkjum í stórum stíl en 25 prósent bílaflota Bandaríkjanna árið 2016 var frá Evrópusambandsríkjum. Þýskaland framleiðir um helming þeirra bíla sem fluttir eru frá Evrópusambandsríkjum svo ljóst þykir að skatturinn myndi hafa gríðarleg áhrif á bílaframleiðslu þar. 

 


Tengdar fréttir

Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð

Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða.

Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×