Körfubolti

Ekkert fær stöðvað Houston Rockets│Myndbönd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir eru á toppnum í Vesturdeildinni
Þessir eru á toppnum í Vesturdeildinni Vísir/Getty
Sjö leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans vestanhafs í nótt og var mikið um dýrðir líkt og vanalega.

Þreföld tvenna LeBron James dugði ekki til þar sem Cleveland Cavaliers tapaði með níu stiga mun á heimavelli gegn Denver Nuggets. James skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar í 117-126 tapi.



Stórleikur kvöldsins var í Houston þar sem Rockets fékk Boston Celtics í heimsókn og úr varð hörkuleikur. Rockets eru óstöðvandi um þessar mundir og þeir unnu þriggja stiga sigur á Celtics þrátt fyrir að hafa verið að elta stóran hluta leiksins.

Eric Gordon skilaði frábæru framlagi af bekknum, skoraði 29 stig á 27 mínútum og var stigahæstur í liði Rockets sem tróna á toppi Vesturdeildarinnar.



Úrslit næturinnar


Orlando Magic 107-100 Memphis Grizzlies

Cleveland Cavaliers 117-126 Denver Nuggets

Miami Heat 105-96 Detroit Pistons

Houston Rockets 123-120 Boston Celtics

San Antonio Spurs 112-116 LA Lakers

Portland Trail Blazers 108-100 Oklahoma City Thunder

Sacramento Kings 91-98 Utah Jazz

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×