Gerir ekki athugun á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Umboðsmaður Alþingis telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. VISIR/ANTON BRINK Umboðsmaður Alþingis mun ekki gera frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við ráðningu fimmtán dómara við Landsrétt. Umboðsmaður telur umfjöllun dómstóla svara nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. „Í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra vegna tillagna um skipun dómara í landsrétt telur umboðsmaður alþingis ekki tilefni til þess að hann taki einstök atriði þess máls til athugunar að eigin frumkvæði,“ segir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin ákvað 6. febrúar að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Hæstaréttardómar hafa fallið gegn ráðherranum þar sem hún fór ekki eftir stjórnsýslulögum. „Af lestri þessara dóma fékk ég ekki annað séð en að þar væri nægjanlega upplýst um málsatvik og lagaatriði,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hins vegar ætlar umboðsmaður að skoða að nýju stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf. „Hefur umboðsmaður hugað að því að hefja frumkvæðisathugun þar sem dregin verða fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og hvernig hún horfir við með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins, úrlausna dómstóla og vandaðra stjórnsýsluhátta og þá sérstaklega með það í huga að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þessara mála.“ Einnig segir umboðsmaður ekki tilefni til athugunar á ráðgjafarskyldu opinberra starfsmanna. Ráðherrann hafi fengið ráðgjöf í samræmi við lagaskyldu opinberra starfsmanna en þó ekki fylgt henni. „Það hvaða upplýsingar þingmenn höfðu um þennan þátt málsins þegar þeir fjölluðu um það fellur einnig utan starfsviðs umboðsmanns,“ segir í bréfi umboðsmanns. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis mun ekki gera frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við ráðningu fimmtán dómara við Landsrétt. Umboðsmaður telur umfjöllun dómstóla svara nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. „Í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra vegna tillagna um skipun dómara í landsrétt telur umboðsmaður alþingis ekki tilefni til þess að hann taki einstök atriði þess máls til athugunar að eigin frumkvæði,“ segir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin ákvað 6. febrúar að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Hæstaréttardómar hafa fallið gegn ráðherranum þar sem hún fór ekki eftir stjórnsýslulögum. „Af lestri þessara dóma fékk ég ekki annað séð en að þar væri nægjanlega upplýst um málsatvik og lagaatriði,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hins vegar ætlar umboðsmaður að skoða að nýju stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf. „Hefur umboðsmaður hugað að því að hefja frumkvæðisathugun þar sem dregin verða fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og hvernig hún horfir við með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins, úrlausna dómstóla og vandaðra stjórnsýsluhátta og þá sérstaklega með það í huga að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þessara mála.“ Einnig segir umboðsmaður ekki tilefni til athugunar á ráðgjafarskyldu opinberra starfsmanna. Ráðherrann hafi fengið ráðgjöf í samræmi við lagaskyldu opinberra starfsmanna en þó ekki fylgt henni. „Það hvaða upplýsingar þingmenn höfðu um þennan þátt málsins þegar þeir fjölluðu um það fellur einnig utan starfsviðs umboðsmanns,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30
Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00