Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 23:24 Almennir borgarar í Austur-Ghouta sjást hér í kringum bílalest Sameinuðu þjóðanna sem kom inn á svæðið með neyðargögn í dag. vísir/ap Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara. Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11