Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson skrifar 6. mars 2018 08:47 Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun