„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 10:13 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir tíma til kominn að þingmenn taki afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26