Sex milljónir í bætur vegna myglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 11:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður. Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður.
Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira