Norður-Kóreumenn segjast reiðubúnir að hætta kjarnorkutilraunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 15:48 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, takast í hendur á fundi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í gær. Stjórnvöld Kóreuríkjanna hafa komið sér saman um að halda leiðtogafund í apríl, að því er fram kom í máli Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafa forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. BBC greinir frá. Fundurinn verður haldinn á landamærum ríkjanna en hann er enn fremur sá fyrsti sinnar tegundar í rúman árátug. Þá er þetta einnig fyrsti leiðtogafundur ríkjanna sem haldinn er síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Chung Eui-yong sagði enn fremur að yfirvöld í Norður-Kóreu væru tilbúin til að ræða afvopnun ríkisins en tíðar kjarnorkuvopnatilraunir yfirvalda hafa valdið miklum usla á alþjóðavettvangi. Kim Jong-un sagði viðræður um kjarnorkuafvopnun geta hafist, að því gefnu að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að stjórnvöld þar í landi muni ekki ræða við Norður-Kóreu nema hin síðarnefndu láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um viðræður ríkjanna á Twitter-reikningi sínum í gær.Possible progress being made in talks with North Korea. For the first time in many years, a serious effort is being made by all parties concerned. The World is watching and waiting! May be false hope, but the U.S. is ready to go hard in either direction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 6, 2018 „Heimurinn fylgist með og bíður! Þetta gæti verið falsvon en Bandaríkin eru tilbúin til að fara alla leið í hvora áttina sem er,“ skrifaði Trump. Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55 Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Stjórnvöld Kóreuríkjanna hafa komið sér saman um að halda leiðtogafund í apríl, að því er fram kom í máli Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafa forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. BBC greinir frá. Fundurinn verður haldinn á landamærum ríkjanna en hann er enn fremur sá fyrsti sinnar tegundar í rúman árátug. Þá er þetta einnig fyrsti leiðtogafundur ríkjanna sem haldinn er síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Chung Eui-yong sagði enn fremur að yfirvöld í Norður-Kóreu væru tilbúin til að ræða afvopnun ríkisins en tíðar kjarnorkuvopnatilraunir yfirvalda hafa valdið miklum usla á alþjóðavettvangi. Kim Jong-un sagði viðræður um kjarnorkuafvopnun geta hafist, að því gefnu að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að stjórnvöld þar í landi muni ekki ræða við Norður-Kóreu nema hin síðarnefndu láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um viðræður ríkjanna á Twitter-reikningi sínum í gær.Possible progress being made in talks with North Korea. For the first time in many years, a serious effort is being made by all parties concerned. The World is watching and waiting! May be false hope, but the U.S. is ready to go hard in either direction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 6, 2018 „Heimurinn fylgist með og bíður! Þetta gæti verið falsvon en Bandaríkin eru tilbúin til að fara alla leið í hvora áttina sem er,“ skrifaði Trump. Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55 Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hóta aðgerðum taki Bandaríkin þátt í heræfingu Suður Kóreu Segja að bandarísk yfirvöld muni bera alfarið ábyrgð á þeim afleiðingum. 3. mars 2018 23:55
Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03
Norður Kóreumenn sagðir hafa lýst yfir vilja til viðræðna við Bandaríkjamenn Kom fram eftir samtal norður kóresks hershöfðingja og forseta Suður Kóreu á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna. 25. febrúar 2018 11:53