Helmingur borgarbúa er hlynntur Borgarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, BORGARLINAN.IS Helmingur þeirra Reykvíkinga sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is er hlynntur Borgarlínunni. Fjórðungur er andvígur henni og fjórðungur er hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild sést að 42 prósent eru hlynnt Borgarlínunni, 21 prósent er andvígt og 21 prósent hlutlaust. Þá eru 13 prósent sem hafa ekki gert upp hug sinn og 4 prósent vilja ekki svara spurningunni. Á vef Samstaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Borgarlínukerfið verði tveggja laga. Annars vegar er áformað að þar verði um að ræða Borgarlínuna sjálfa sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með liðvögnum, og hins vegar er það strætisvagnakerfi sem lagað verður að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið. Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, og verður ferðatími með henni því styttri en með öðrum ferðamáta. Tíðni ferða getur farið í fimm til sjö mínútur á annatímum en sums staðar getur hún farið í um tvær mínútur. Biðstöðvar verða yfirbyggðar og upplýsingaskilti verða sett upp sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur, líkt og þekkist víða um heim. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) Borgarlínunni? Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Helmingur þeirra Reykvíkinga sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is er hlynntur Borgarlínunni. Fjórðungur er andvígur henni og fjórðungur er hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild sést að 42 prósent eru hlynnt Borgarlínunni, 21 prósent er andvígt og 21 prósent hlutlaust. Þá eru 13 prósent sem hafa ekki gert upp hug sinn og 4 prósent vilja ekki svara spurningunni. Á vef Samstaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Borgarlínukerfið verði tveggja laga. Annars vegar er áformað að þar verði um að ræða Borgarlínuna sjálfa sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með liðvögnum, og hins vegar er það strætisvagnakerfi sem lagað verður að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið. Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, og verður ferðatími með henni því styttri en með öðrum ferðamáta. Tíðni ferða getur farið í fimm til sjö mínútur á annatímum en sums staðar getur hún farið í um tvær mínútur. Biðstöðvar verða yfirbyggðar og upplýsingaskilti verða sett upp sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur, líkt og þekkist víða um heim. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) Borgarlínunni?
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent