„Lógó“ NBA-deildarinnar ekki lengur einn af þeim tuttugu stigahæstu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 17:00 Carmelo Anthony. Vísir/Getty Carmelo Anthony henti í nótt Jerry West út af listanum yfir tuttugu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony skoraði þá 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder í tapleik á móti Houston Rockets. Carmelo Anthony er þar með kominn með 25210 stig á NBA-ferlinum eða átján stigum meira en Jerry West (25,192). Það kemur Melo upp í 20. sætið. Carmelo Anthony kom inn í deildina árið 2003 og hefur skorað stigin sín fyrir Denver Nuggets, New York Knicks og síðan Oklahoma City Thunder á þessu tímabili. Anthony hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í 1037 leikjum.Carmelo Anthony (23 points Tuesday) has 25,210 in his career, passing Jerry West (25,192) for 20th place on #NBA career scoring list. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2018 Jerry West lék allan sinn fjórtán ára feril í NBA-deildinni með liði Los Angeles Lakers en hann lék sinn síðasta leik í deildinni árið 1974. West skoraði 27,0 stig í leik á ferlinum en hann var 20,3 stig í leik á síðasta tímabilinu sínu þegar hann var 36 ára gamall. West var andlit deildarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum enda frábær leikmaður sem var það góður á lokakafla leikjanna að hann fékk gælunafnið „Mr. Clutch“ frá blaðamönnuum. Þegar lógó NBA-deildarinnar var hannað fór það ekkert á milli mála að mynd af Jerry West með boltann var fyrirmyndin. NBA-deildin hefur aldrei viðurkennt það formlega en Alan Siegel, hönnuður merkisins, hefur staðfest það. Merkið var hannað árið 1969 en það ár var Jerry West fyrsti og eini leikmaðurinn sem var valinn bestur í lokaúrslitunum þrátt fyrir að vera í tapliðinu. Þegar West lagði skóna á hilluna árið 1974 þá var hann þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir þeim Wilt Chamberlain og Oscar Robertson. Síðan þá hafa átján leikmenn komist upp fyrir hann á listanum. NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Carmelo Anthony henti í nótt Jerry West út af listanum yfir tuttugu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony skoraði þá 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder í tapleik á móti Houston Rockets. Carmelo Anthony er þar með kominn með 25210 stig á NBA-ferlinum eða átján stigum meira en Jerry West (25,192). Það kemur Melo upp í 20. sætið. Carmelo Anthony kom inn í deildina árið 2003 og hefur skorað stigin sín fyrir Denver Nuggets, New York Knicks og síðan Oklahoma City Thunder á þessu tímabili. Anthony hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í 1037 leikjum.Carmelo Anthony (23 points Tuesday) has 25,210 in his career, passing Jerry West (25,192) for 20th place on #NBA career scoring list. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2018 Jerry West lék allan sinn fjórtán ára feril í NBA-deildinni með liði Los Angeles Lakers en hann lék sinn síðasta leik í deildinni árið 1974. West skoraði 27,0 stig í leik á ferlinum en hann var 20,3 stig í leik á síðasta tímabilinu sínu þegar hann var 36 ára gamall. West var andlit deildarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum enda frábær leikmaður sem var það góður á lokakafla leikjanna að hann fékk gælunafnið „Mr. Clutch“ frá blaðamönnuum. Þegar lógó NBA-deildarinnar var hannað fór það ekkert á milli mála að mynd af Jerry West með boltann var fyrirmyndin. NBA-deildin hefur aldrei viðurkennt það formlega en Alan Siegel, hönnuður merkisins, hefur staðfest það. Merkið var hannað árið 1969 en það ár var Jerry West fyrsti og eini leikmaðurinn sem var valinn bestur í lokaúrslitunum þrátt fyrir að vera í tapliðinu. Þegar West lagði skóna á hilluna árið 1974 þá var hann þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir þeim Wilt Chamberlain og Oscar Robertson. Síðan þá hafa átján leikmenn komist upp fyrir hann á listanum.
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum