„Lógó“ NBA-deildarinnar ekki lengur einn af þeim tuttugu stigahæstu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 17:00 Carmelo Anthony. Vísir/Getty Carmelo Anthony henti í nótt Jerry West út af listanum yfir tuttugu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony skoraði þá 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder í tapleik á móti Houston Rockets. Carmelo Anthony er þar með kominn með 25210 stig á NBA-ferlinum eða átján stigum meira en Jerry West (25,192). Það kemur Melo upp í 20. sætið. Carmelo Anthony kom inn í deildina árið 2003 og hefur skorað stigin sín fyrir Denver Nuggets, New York Knicks og síðan Oklahoma City Thunder á þessu tímabili. Anthony hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í 1037 leikjum.Carmelo Anthony (23 points Tuesday) has 25,210 in his career, passing Jerry West (25,192) for 20th place on #NBA career scoring list. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2018 Jerry West lék allan sinn fjórtán ára feril í NBA-deildinni með liði Los Angeles Lakers en hann lék sinn síðasta leik í deildinni árið 1974. West skoraði 27,0 stig í leik á ferlinum en hann var 20,3 stig í leik á síðasta tímabilinu sínu þegar hann var 36 ára gamall. West var andlit deildarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum enda frábær leikmaður sem var það góður á lokakafla leikjanna að hann fékk gælunafnið „Mr. Clutch“ frá blaðamönnuum. Þegar lógó NBA-deildarinnar var hannað fór það ekkert á milli mála að mynd af Jerry West með boltann var fyrirmyndin. NBA-deildin hefur aldrei viðurkennt það formlega en Alan Siegel, hönnuður merkisins, hefur staðfest það. Merkið var hannað árið 1969 en það ár var Jerry West fyrsti og eini leikmaðurinn sem var valinn bestur í lokaúrslitunum þrátt fyrir að vera í tapliðinu. Þegar West lagði skóna á hilluna árið 1974 þá var hann þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir þeim Wilt Chamberlain og Oscar Robertson. Síðan þá hafa átján leikmenn komist upp fyrir hann á listanum. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Carmelo Anthony henti í nótt Jerry West út af listanum yfir tuttugu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony skoraði þá 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder í tapleik á móti Houston Rockets. Carmelo Anthony er þar með kominn með 25210 stig á NBA-ferlinum eða átján stigum meira en Jerry West (25,192). Það kemur Melo upp í 20. sætið. Carmelo Anthony kom inn í deildina árið 2003 og hefur skorað stigin sín fyrir Denver Nuggets, New York Knicks og síðan Oklahoma City Thunder á þessu tímabili. Anthony hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í 1037 leikjum.Carmelo Anthony (23 points Tuesday) has 25,210 in his career, passing Jerry West (25,192) for 20th place on #NBA career scoring list. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2018 Jerry West lék allan sinn fjórtán ára feril í NBA-deildinni með liði Los Angeles Lakers en hann lék sinn síðasta leik í deildinni árið 1974. West skoraði 27,0 stig í leik á ferlinum en hann var 20,3 stig í leik á síðasta tímabilinu sínu þegar hann var 36 ára gamall. West var andlit deildarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum enda frábær leikmaður sem var það góður á lokakafla leikjanna að hann fékk gælunafnið „Mr. Clutch“ frá blaðamönnuum. Þegar lógó NBA-deildarinnar var hannað fór það ekkert á milli mála að mynd af Jerry West með boltann var fyrirmyndin. NBA-deildin hefur aldrei viðurkennt það formlega en Alan Siegel, hönnuður merkisins, hefur staðfest það. Merkið var hannað árið 1969 en það ár var Jerry West fyrsti og eini leikmaðurinn sem var valinn bestur í lokaúrslitunum þrátt fyrir að vera í tapliðinu. Þegar West lagði skóna á hilluna árið 1974 þá var hann þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir þeim Wilt Chamberlain og Oscar Robertson. Síðan þá hafa átján leikmenn komist upp fyrir hann á listanum.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga