Enn sigra Haukar │ Stjarnan sótti sigur í Smárann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:54 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira