Segir ríkisstjórn Trump í stríði við Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 23:22 Frá mótmælum í Kaliforníu í dag gegn Jeff Sessions. Vísir/AFP Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira