Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 12:55 Teikning úr réttarsal í Kaupmannahöfn þar sem ljósmyndarar eru bannaðir. Peter Madsen er til vinstri á teikningunni. Vísir/EPA „Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35