Teigsskógur varð fyrir valinu Kristján Már Unnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 8. mars 2018 18:30 Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og um leið var þeim valkosti að gera jarðgöng undir Hjallaháls samhliða nýjum vegi um Ódrjúgsháls hafnað. Beina útsendingu Stöðvar 2 frá Reykhólum í kvöld má sjá hér að ofan. Hreppsnefndin telur ljóst að þó leið um Teigsskóg muni hafa umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif muni vegurinn hafa jákvæð samfélagsáhrif og bæti samgöngur og auki umferðaröryggi meira en hin leiðin. Þar að auki sé verulegur munur á kostnaði verkefnanna eða um sex milljarðar króna. Hreppsnefndin taldi einnig að kostnaðurinn við gangagerð væri líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningu samgöngubóta. Sjá einnig: Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Vegurinn um Ódrjúgsháls hefur lengi verið umdeildur á sunnanverðum Vestfjörðum og hafa íbúar lengi kallað eftir umbótum. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri Reykhólahrepps, segir hreppsnefndina ekki vilja göng meðal annars vegna þess að sú leið væri margfalt dýrari og henni fylgdi minna umferðaröryggi. „Við teljum kostina sem felast í Teigsskógsleiðinni það mikilvæga að það séu brýnir hagsmunir fyrir því að koma þessari samgönguleið á,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði ekki ljóst hvort með þessu myndi leiðin fást í gegn. „Við trúum því að við höfum unnið okkar vinnu og séum að leggja fram besta kostinn, samkvæmt þeim gögnum sem hafa legið fyrir okkur og svo verðum við bara að takast á við það sem kemur hér eftir.“ Ingibjörg sagði að endingu að ef allt gengi að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi á fyrstu haustdögum og hefja framkvæmdir í haust. Samgöngur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og um leið var þeim valkosti að gera jarðgöng undir Hjallaháls samhliða nýjum vegi um Ódrjúgsháls hafnað. Beina útsendingu Stöðvar 2 frá Reykhólum í kvöld má sjá hér að ofan. Hreppsnefndin telur ljóst að þó leið um Teigsskóg muni hafa umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif muni vegurinn hafa jákvæð samfélagsáhrif og bæti samgöngur og auki umferðaröryggi meira en hin leiðin. Þar að auki sé verulegur munur á kostnaði verkefnanna eða um sex milljarðar króna. Hreppsnefndin taldi einnig að kostnaðurinn við gangagerð væri líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningu samgöngubóta. Sjá einnig: Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Vegurinn um Ódrjúgsháls hefur lengi verið umdeildur á sunnanverðum Vestfjörðum og hafa íbúar lengi kallað eftir umbótum. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri Reykhólahrepps, segir hreppsnefndina ekki vilja göng meðal annars vegna þess að sú leið væri margfalt dýrari og henni fylgdi minna umferðaröryggi. „Við teljum kostina sem felast í Teigsskógsleiðinni það mikilvæga að það séu brýnir hagsmunir fyrir því að koma þessari samgönguleið á,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði ekki ljóst hvort með þessu myndi leiðin fást í gegn. „Við trúum því að við höfum unnið okkar vinnu og séum að leggja fram besta kostinn, samkvæmt þeim gögnum sem hafa legið fyrir okkur og svo verðum við bara að takast á við það sem kemur hér eftir.“ Ingibjörg sagði að endingu að ef allt gengi að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi á fyrstu haustdögum og hefja framkvæmdir í haust.
Samgöngur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15