Merkar konur sem aldrei var minnst fá nú minningargreinar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:46 Charlotte Brontë, Ida B. Wells og Sylvia Plath eru meðal þeirra sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra. Vísir/Getty The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku. Fjölmiðlar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira