Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:15 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér. Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér.
Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20