Góðar hugmyndir og vondar Snædís Karlsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:59 Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar