Körfubolti

Fimmtán ár síðan fertugur Jordan rústaði „Garðinum“ í síðasta sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jordan brosmildur í leiknum umtalaða í Madison Square Garden.
Jordan brosmildur í leiknum umtalaða í Madison Square Garden. vísir/getty
Á glæstum ferli Michael Jordan átti hann oftar en ekki stórleiki í Madison Square Garden í New York. Hann elskaði að vinna NY Knicks.

Hans síðasta ferðalag í „Garðinn“ sem leikmaður var á þessum degi fyrir 15 árum. Þá var hann leikmaður Washington Wizards.

Stjörnurnar fjölmenntu á völlinn til þess að sjá Jordan spila í síðasta skiptið. Jerry Seinfeld og fleiri New York-búar mættu til þess að hylla manninn sem hafði gert líf stuðningsmanna Knicks að helvíti í áraraðir.





Jordan sveik ekki þó svo hann væri orðinn fertugur. Það kom aldrei annað til greina en að kveðja Garðinn með sæmd. Besti körfuboltamaður allra tíma setti upp sýningu venju samkvæmt og skoraði 39 stig í leiknum.

Stórleikur hans dugði þó ekki til því Wizards tapaði leiknum með einu stigi en það breytti því ekki að Jordan var alltaf óstöðvandi í Garðinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×