Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Sigmundur Davíð og félagar hans í efnahags- og viðskiptanefnd á fundi nefndarinnar í gær. VÍSIR/ERNIR „Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
„Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02