Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 22:35 Búast má við að veður verði mjög slæmt á Kjalarnesi í fyrramálið og þá eru líkur á að heiðavegum verði lokað vegna veðurs. vísir/eyþór Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stormurinn komi upp úr klukkan sex í fyrramálið. Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins gætu átt von á ofsaveðri og þá verður mjög slæmt veður á Kjalarnesi. „Þetta byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar svolítið ört í þessu. En það getur verið skafrenningur og snjókoma á heiðavegum,“ segir Þorsteinn en Vegagerðin er við öllu búin og hefur gefið út hvaða vegum má búast við að verði lokað vegna veðurs. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má til að mynda búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir því til foreldra að senda yngri börn en 12 ára ekki ein í skólann. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu verður síðan að gengið niður um hádegi. „Þetta verður ansi mikill hvellur um tíma,“ segir Þorsteinn. Djúp og kröpp lægð fyrir vestan landið veldur veðrinu og þó að hvellurinn gangi tiltölulega hratt niður suðvestanlands er ekki hægt að segja það sama um Austurland. Þar verður hvassviðri og jafnvel stormur fram á kvöld og viðbúið að veðrið gangi ekki niður fyrr en um miðnætti. Þá er spáð úrhellisrigningu á Suðausturlandi. Fyrir norðan verður svo einnig hvasst. Búast má við roki og jafnvel ofsaveðri í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem gæti teygt sig inn í Eyjafjörð. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn og næstu daga:Suðvestlæg átt, 5-15 m/s og él, en léttskýjað NA-til. Hvassast á Vestfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.Ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið V-vert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en áfram stormur A-lands fram á kvöld og mikil rigning SA-til. Hiti víða 2 til 7 stig.Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag:Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag:Sunnan hvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39 Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21 Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stormurinn komi upp úr klukkan sex í fyrramálið. Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins gætu átt von á ofsaveðri og þá verður mjög slæmt veður á Kjalarnesi. „Þetta byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar svolítið ört í þessu. En það getur verið skafrenningur og snjókoma á heiðavegum,“ segir Þorsteinn en Vegagerðin er við öllu búin og hefur gefið út hvaða vegum má búast við að verði lokað vegna veðurs. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má til að mynda búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir því til foreldra að senda yngri börn en 12 ára ekki ein í skólann. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu verður síðan að gengið niður um hádegi. „Þetta verður ansi mikill hvellur um tíma,“ segir Þorsteinn. Djúp og kröpp lægð fyrir vestan landið veldur veðrinu og þó að hvellurinn gangi tiltölulega hratt niður suðvestanlands er ekki hægt að segja það sama um Austurland. Þar verður hvassviðri og jafnvel stormur fram á kvöld og viðbúið að veðrið gangi ekki niður fyrr en um miðnætti. Þá er spáð úrhellisrigningu á Suðausturlandi. Fyrir norðan verður svo einnig hvasst. Búast má við roki og jafnvel ofsaveðri í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem gæti teygt sig inn í Eyjafjörð. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn og næstu daga:Suðvestlæg átt, 5-15 m/s og él, en léttskýjað NA-til. Hvassast á Vestfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.Ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið V-vert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en áfram stormur A-lands fram á kvöld og mikil rigning SA-til. Hiti víða 2 til 7 stig.Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag:Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag:Sunnan hvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39 Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21 Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39
Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21
Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03