Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 23:27 Sýrlenskur maður fær aðhlynningu á spítala í þorpi í Austur-Ghouta í dag eftir að hafa lent í loftárás Sýrlandshers. vísir/getty Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti. Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti.
Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila