Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 23:27 Sýrlenskur maður fær aðhlynningu á spítala í þorpi í Austur-Ghouta í dag eftir að hafa lent í loftárás Sýrlandshers. vísir/getty Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti. Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti.
Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15