Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 17:33 Eyjólfur Magnús er forstjóri gagnavera Advania. Hann segir að innbrotið hafi ekki sett stórt strik í reikninginn í framkvæmdum við nýbyggingu á svæðinu. Vísir/Anton Brink Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42