Íbúafundur í Eyjum: Langflestir vildu nafnið Herjólf á nýja ferju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum. vísir/óskar Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. Á fundinum var kosið um nafn á nýja Vestmannaeyjaferju en í liðnum mánuði var greint frá því að ferjan myndi ef til vill fá nafnið Vilborg. Á fundinum í kvöld kom fram afgerandi vilji heimamanna um að þeir vilja halda í Herjólfsnafnið; að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra, völdu 80 prósent fundarmanna nafnið Herjólf, 15 prósent Vilborgu og 5 prósent eitthvað annað. Elliði segir að hátt í 200 manns hafi mætt á fundinn auk þess sem hann var sýndur í beinni útsendingu á netinu þar sem á sjötta hundrað manns fylgdust með. Spurður út í kosninguna um nafnið á ferjuna og hvort að hún sé bindandi segir Elliði svo ekki vera en hún sé vissulega vísbending til ráðherra um vilja heimamanna.Nýja ferjan tekin í notkun í haust Nýja ferjan verður tekin í notkun í haust en eins og fjallað hefur verið um vill Vestmannaeyjabær taka yfir rekstur ferjunnar eða koma í það minnsta meira að honum. Elliði segir að það þurfi að vera komin niðurstaða í það hvernig rekstrarformi ferjunnar verði háttað í síðasta lagi í apríl þar sem ráða þurfi áhöfn og stjórnendur og þjálfa starfsliðið. Fundurinn í kvöld markar upphaf að áframhaldandi samtali við stjórnvöld um hvernig rekstri ferjunnar verði háttað.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja í haust.Vegagerðin„Núna munum við setjast yfir þetta og markmiðið er það að við komumst út úr þessari stöðu að heimamenn séu alltaf svona óánægðir með samgöngur á sjó. Með það að leiðarljósi þá setjumst við yfir þetta með ráðherra og hans fólki,“ segir Elliði. Hann kveðst mjög bjartsýnn á það að fundið verði rekstrarform á ferjunni sem er nær hugmyndum heimamanna og þá er hann sæmilega bjartsýnn á að sveitarfélagið verði talsvert nær rekstrinum en nú er. „Þetta er útfærsluatriði og við höfum alveg tímann fyrir okkur,“ segir Elliði. Vilja að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins Krafa Eyjamanna varðandi Herjólf er sú að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins. „Að gjaldskrá og þjónustustig takið mið af því að hér er um þjóðveg að ræða,“ segir Elliði og bendir á að ekki sé aðeins um farþegaflutninga að ræða heldur farmflutninga einnig með ferjunni. „Allt sem við flytjum hingað gerum við með Herjólfi sem gerir það að verkum að þetta er allt öðruvísi en ef um væri að ræða útsýnissiglingu. Við viljum að skipið verði rekið í samræmi við það sem almennt gerist á þjóðvegum landsins og þetta voru mjög skýr skilaboð á fundinum áðan.“ Þannig vilji heimamenn að þessi þjóðvegur milli lands og Eyja verði opinn meira en nú er. að fyrsta ferð verði farin fyrr og seinasta ferð síðar og að skipið sigli stöðugt þar á milli. Elliði segir að ráðherra hafi tekið vel í þessar kröfur heimamanna á fundinum í kvöld. „Hann þekkir þetta náttúrulega vel. Hann hefur verið þingmaður kjördæmisins í langan tíma og áður sveitarstjórnarmaður í Suðurkjördæmi svo hann þekkir þetta vel og átti þess vegna auðvelt með að setja sig inn í þennan hugarheim og svara spurningum.“ Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. Á fundinum var kosið um nafn á nýja Vestmannaeyjaferju en í liðnum mánuði var greint frá því að ferjan myndi ef til vill fá nafnið Vilborg. Á fundinum í kvöld kom fram afgerandi vilji heimamanna um að þeir vilja halda í Herjólfsnafnið; að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra, völdu 80 prósent fundarmanna nafnið Herjólf, 15 prósent Vilborgu og 5 prósent eitthvað annað. Elliði segir að hátt í 200 manns hafi mætt á fundinn auk þess sem hann var sýndur í beinni útsendingu á netinu þar sem á sjötta hundrað manns fylgdust með. Spurður út í kosninguna um nafnið á ferjuna og hvort að hún sé bindandi segir Elliði svo ekki vera en hún sé vissulega vísbending til ráðherra um vilja heimamanna.Nýja ferjan tekin í notkun í haust Nýja ferjan verður tekin í notkun í haust en eins og fjallað hefur verið um vill Vestmannaeyjabær taka yfir rekstur ferjunnar eða koma í það minnsta meira að honum. Elliði segir að það þurfi að vera komin niðurstaða í það hvernig rekstrarformi ferjunnar verði háttað í síðasta lagi í apríl þar sem ráða þurfi áhöfn og stjórnendur og þjálfa starfsliðið. Fundurinn í kvöld markar upphaf að áframhaldandi samtali við stjórnvöld um hvernig rekstri ferjunnar verði háttað.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja í haust.Vegagerðin„Núna munum við setjast yfir þetta og markmiðið er það að við komumst út úr þessari stöðu að heimamenn séu alltaf svona óánægðir með samgöngur á sjó. Með það að leiðarljósi þá setjumst við yfir þetta með ráðherra og hans fólki,“ segir Elliði. Hann kveðst mjög bjartsýnn á það að fundið verði rekstrarform á ferjunni sem er nær hugmyndum heimamanna og þá er hann sæmilega bjartsýnn á að sveitarfélagið verði talsvert nær rekstrinum en nú er. „Þetta er útfærsluatriði og við höfum alveg tímann fyrir okkur,“ segir Elliði. Vilja að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins Krafa Eyjamanna varðandi Herjólf er sú að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins. „Að gjaldskrá og þjónustustig takið mið af því að hér er um þjóðveg að ræða,“ segir Elliði og bendir á að ekki sé aðeins um farþegaflutninga að ræða heldur farmflutninga einnig með ferjunni. „Allt sem við flytjum hingað gerum við með Herjólfi sem gerir það að verkum að þetta er allt öðruvísi en ef um væri að ræða útsýnissiglingu. Við viljum að skipið verði rekið í samræmi við það sem almennt gerist á þjóðvegum landsins og þetta voru mjög skýr skilaboð á fundinum áðan.“ Þannig vilji heimamenn að þessi þjóðvegur milli lands og Eyja verði opinn meira en nú er. að fyrsta ferð verði farin fyrr og seinasta ferð síðar og að skipið sigli stöðugt þar á milli. Elliði segir að ráðherra hafi tekið vel í þessar kröfur heimamanna á fundinum í kvöld. „Hann þekkir þetta náttúrulega vel. Hann hefur verið þingmaður kjördæmisins í langan tíma og áður sveitarstjórnarmaður í Suðurkjördæmi svo hann þekkir þetta vel og átti þess vegna auðvelt með að setja sig inn í þennan hugarheim og svara spurningum.“
Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45