Stjórn VR ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að stofna leigufélag fyrir félagsmenn VR; félag sem ekki yrði rekið í hagnaðarskyni. Áður hafði trúnaðarráð félagsins hvatt til þess að slíkt félag yrði stofnað.
Með stofnun leigufélagsins vill félagið bregðast við gríðarlega erfiðum aðstæðum á húsnæðismarkaði á Íslandi í dag og þá einkum á meðal ungs fólks. Áformað er að leigufélag VR keppist fyrst og fremst við það að hafa leiguna sem lægsta en ekki sem mesta arðsemi.
„Áætluð uppsöfnuð þörf á nýjum íbúðum á íslenskum markaði eru 6.000 íbúðir og árleg þörf nýrra íbúða eru 2.200 íbúðir svo augljóst má vera að um neyðarástand er að ræða. Stjórn VR telur það félagslega skyldu sína að bregðast við með einhverjum hætti og leggja þannig eitthvað á vogarskálarnar í þeirri von að slíkt viðbragð verði opinberum aðilum, öðrum félögum, samtökum og sjóðum fyrirmynd og hvatning til að gera eitthvað viðlíka eða koma til samstarfs við VR um frekari verkefni,“ segir í tilkynningu á vef VR.
Nánari útfærsla á framkvæmdum, úthlutunarreglum, leiguverði og þess háttar verður í höndum húsnæðisnefndar VR.
Stjórn VR samþykkir stofnun leigufélags
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent


Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent