Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 08:37 Töluvert var um vatnavexti í höfuðborginni í gær. LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Það má gera ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu í dag með talsverðri eða mikilli rigningu. Þó mun draga úr vindi og vætu þegar líður á morguninn. Hæðir munu ekki gera vart við sig fyrr en eftir helgi en þá má segja að verði grundvallarbreyting á veðurlagi síðustu vikna. Að sögn veðufræðings er því ljóst að veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. Kuldaskilin liggja enn yfir austasta hluta landsins, það blæs úr suðri og verður hann allhvass víða um land eftir hádegi. Að sama skapi er útlit fyrir éljagang og getur hann orðið nokkuð þéttur þegar verst lætur. Í norðausturfjórðungi landsins birtir upp þegar kemur fram á daginn. Nú í morgunsárið er lægð í myndun á kunnuglegum slóðum við Nýfundnaland að sögn veðurfræðings. Spár gera ráð fyrir að þessi lægð dýpki langt suðvestur í hafi í dag, en færist síðan norðureftir til okkar á morgun. „Það fer semsagt að hvessa af hennar völdum fyrir hádegi á morgun og seinnipartinn er útlit fyrir suðaustan storm eða rok með rigningu, talsverðri á sunnanverðu landinu. Það hlýnar í veðri og hiti gæti orðið á bilinu 5 til 10 stig annað kvöld,“ bætir veðurfræðingurinn við. Hann segir því nærtækast að bera spár um óveður morgundagsins saman við illviðri gærdagsins.„Þá má sjá að veðrið á morgun er eilítið hagstæðara hvað varðar flesta veðurþætti. Vindurinn er gróft á litið um einu gömlu vindstigi minni og ekki er spáð alveg eins miklum ákafa í úrkomunni. Það er einnig útlit fyrir að í veðrinu á morgun verði c.a. 2 stigum hlýrra en í gær, sem þýðir að á morgun, verður stærstur hluti úrkomunnar rigning og lítið um slyddu og snjókomu.“ Einnig geti verið „erfitt að fóta sig á klankabunkum síðla vetrar,“ eins og veðurfræðingurinn kemst að orði. Hann sér þó björtu hliðarnar á óveðurspánni því vonir standa til þess að „hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum. Einnig má nefna að það kólnar hægt á laugardag, svo þá verður áfram hláka fram eftir degi,“ segir jákvæður veðurfræðingurinn. „Að lokum má nefna að langtímaspár gefa vísbendingar að í næstu viku verði grundvallarbreyting á veðurlagi. Þá er útlit fyrir að hæðir verði þaulsetnar kringum landið eða yfir því og að vindur verði ekki hvass og úrkoma með minna móti.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Suðaustan 10-18, en 18-25 NA- og A-lands í fyrstu. Talsverð rigning framan af degi SA-til, en skúrir eða él um landið V-vert. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á NA-landi. Á sunnudag:Austan og suðaustan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla á N- og NA-landi. Hiti 0 til 6 stig. Á mánudag:Sunnan 8-15 og dálítil væta S- og V-lands, en víða léttskýjað NA-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag:S-læg átt og milt veður. Dálítil rigning um tíma V-lands, en bjart veður á N- og A-landi. Á miðvikudag:V-læg eða breytileg átt, skýjað með köflum og lítilsháttar rigning eða slydda við N-ströndina. Hiti 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
Það má gera ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu í dag með talsverðri eða mikilli rigningu. Þó mun draga úr vindi og vætu þegar líður á morguninn. Hæðir munu ekki gera vart við sig fyrr en eftir helgi en þá má segja að verði grundvallarbreyting á veðurlagi síðustu vikna. Að sögn veðufræðings er því ljóst að veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. Kuldaskilin liggja enn yfir austasta hluta landsins, það blæs úr suðri og verður hann allhvass víða um land eftir hádegi. Að sama skapi er útlit fyrir éljagang og getur hann orðið nokkuð þéttur þegar verst lætur. Í norðausturfjórðungi landsins birtir upp þegar kemur fram á daginn. Nú í morgunsárið er lægð í myndun á kunnuglegum slóðum við Nýfundnaland að sögn veðurfræðings. Spár gera ráð fyrir að þessi lægð dýpki langt suðvestur í hafi í dag, en færist síðan norðureftir til okkar á morgun. „Það fer semsagt að hvessa af hennar völdum fyrir hádegi á morgun og seinnipartinn er útlit fyrir suðaustan storm eða rok með rigningu, talsverðri á sunnanverðu landinu. Það hlýnar í veðri og hiti gæti orðið á bilinu 5 til 10 stig annað kvöld,“ bætir veðurfræðingurinn við. Hann segir því nærtækast að bera spár um óveður morgundagsins saman við illviðri gærdagsins.„Þá má sjá að veðrið á morgun er eilítið hagstæðara hvað varðar flesta veðurþætti. Vindurinn er gróft á litið um einu gömlu vindstigi minni og ekki er spáð alveg eins miklum ákafa í úrkomunni. Það er einnig útlit fyrir að í veðrinu á morgun verði c.a. 2 stigum hlýrra en í gær, sem þýðir að á morgun, verður stærstur hluti úrkomunnar rigning og lítið um slyddu og snjókomu.“ Einnig geti verið „erfitt að fóta sig á klankabunkum síðla vetrar,“ eins og veðurfræðingurinn kemst að orði. Hann sér þó björtu hliðarnar á óveðurspánni því vonir standa til þess að „hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum. Einnig má nefna að það kólnar hægt á laugardag, svo þá verður áfram hláka fram eftir degi,“ segir jákvæður veðurfræðingurinn. „Að lokum má nefna að langtímaspár gefa vísbendingar að í næstu viku verði grundvallarbreyting á veðurlagi. Þá er útlit fyrir að hæðir verði þaulsetnar kringum landið eða yfir því og að vindur verði ekki hvass og úrkoma með minna móti.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Suðaustan 10-18, en 18-25 NA- og A-lands í fyrstu. Talsverð rigning framan af degi SA-til, en skúrir eða él um landið V-vert. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á NA-landi. Á sunnudag:Austan og suðaustan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla á N- og NA-landi. Hiti 0 til 6 stig. Á mánudag:Sunnan 8-15 og dálítil væta S- og V-lands, en víða léttskýjað NA-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag:S-læg átt og milt veður. Dálítil rigning um tíma V-lands, en bjart veður á N- og A-landi. Á miðvikudag:V-læg eða breytileg átt, skýjað með köflum og lítilsháttar rigning eða slydda við N-ströndina. Hiti 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira