Þakklátur fyrir að enginn slasaðist í óhappinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“ Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“
Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent