Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2018 22:00 Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. Í samtali við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í dag var sagt að ekki væri útilokað að skjálftahrina í Öxarfirði í morgun sé tilkomin vegna skjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey og þar af leiðandi hafi spenna færst á milli. Um miðjan dag höfðu á fjórða tug skjálfta orðið úti fyrir Kópaskeri og um hundrað við Grímsey. Í gær voru skjálftarnir á Grímseyjarbeltinu töluvert færri en undanfarnar vikur en hrinan hófst í lok janúar. Íbúar í Grímsey hafa orðið misvarir við skjálftahrinuna sem enn er í gangi. Þeir urðu hins vegar allir varir við stóra skjálftann í upphafi vikunnar.Drunur og hristingur „Þetta er nú eiginlega bara búið að vera leiðinlegt, mikil hreyfing hérna og stærstu skjálftarnir, þegar þeir koma, þá virkar þetta eins og það sé keyrt á húsið hérna,“ segir Guðrún Gísladóttir, íbúi í Grímsey. „Fyrst var þetta þannig að þetta var svona einn og einn að koma sem var yfir þrjá og þá eins og í þessu húsi þá heyrði maður svona eins og bíll hefði keyrt framhjá, svona drunur. En þessir stóru tveir, þá var hristingur,“ segir Alfreð Garðarsson, einnig íbúi í Grímsey. Íbúar eyjunnar hafa tekið höndum saman á meðan skjálftavirknin hefur varað og segja umræðuna hafa verið mikla. Sumir tóku niður hluti til þess að valda ekki tjóni eða slysum. „Við tókum eina þrjá hluti sem ég vil alls ekki missa, annað létum við bara eiga sig,“ segir Guðrún. Alfreð tók niður tvær myndir í hjónaherberginu sem voru fyrir ofan rúmið. „Fólki er ekkert alveg sama, sérstaklega þegar farið var að tala um það að við gætum kannski fengið stærri skjálfta,“ segir Guðrún.Undir borð og gripið í borðfótinn Skjálftarnir nú hafa einnig verið eitt aðalumræðuefnið hjá yngstu íbúum eyjunnar. „Ég hef verið svolítið hrædd stundum en svo eru sumir svona litlir. En já, annars er allt í lagi ef þeir eru litlir en ef þeir eru aðeins þá er mér ekki vel við þá,“ segir Guðbjörg Inga Sigurðardóttir, 11 ára nemandi í Grímseyjarskóla.En hvað á maður svo að gera þegar það kemur stór skjálfti? „Fara undir borð og halda í borðfótinn því annars gæti það bara flogið frá,“ segir Hannes Logi Jóhannsson, einnig 11 ára, og sýnir fréttamanni hvernig maður á að gera. Rætt var við Jóhannes Henningsson, formann hverfisráðs Grímseyjar, og Karen Nótt Halldórsdóttur, skólastjóra Grímseyjarskóla, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort að íbúar Grímseyjar séu ekki orðnir þreyttir á ástandinu sagði Jóhannes þetta vissulega hafa verið hundleiðinlegt. „Jú, þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt. Ég held að það sé ekkert stress í fólki þannig, við finnum orðið ekkert fyrir þessu lengur. Þetta var svolítið leiðinlegt í nokkra daga þarna um daginn og kannski óvanalegt hvað þetta er búið að standa lengi.“ Þá sagði Karen nemendurna hafa tekið þessu rólega eins og flestir aðrir þó að sum hafi orðið svolítið hrædd, sérstaklega eftir stóra skjálftann.En eiga þau von á stórum skjálfta? „Við höfum heyrt talað um að það geti verið von á því en ég held að við séum ekkert að stressa okkur á því. Ef það kemur stærri skjálfti þá verður hann bara að koma. Það er líka allt í lagi að fólk undirbúi sig aðeins fyrir það og kannski spái aðeins í það hvað þarf að gera og hvað þarf að gerast,“ sagði Jóhannes. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53 „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. Í samtali við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í dag var sagt að ekki væri útilokað að skjálftahrina í Öxarfirði í morgun sé tilkomin vegna skjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey og þar af leiðandi hafi spenna færst á milli. Um miðjan dag höfðu á fjórða tug skjálfta orðið úti fyrir Kópaskeri og um hundrað við Grímsey. Í gær voru skjálftarnir á Grímseyjarbeltinu töluvert færri en undanfarnar vikur en hrinan hófst í lok janúar. Íbúar í Grímsey hafa orðið misvarir við skjálftahrinuna sem enn er í gangi. Þeir urðu hins vegar allir varir við stóra skjálftann í upphafi vikunnar.Drunur og hristingur „Þetta er nú eiginlega bara búið að vera leiðinlegt, mikil hreyfing hérna og stærstu skjálftarnir, þegar þeir koma, þá virkar þetta eins og það sé keyrt á húsið hérna,“ segir Guðrún Gísladóttir, íbúi í Grímsey. „Fyrst var þetta þannig að þetta var svona einn og einn að koma sem var yfir þrjá og þá eins og í þessu húsi þá heyrði maður svona eins og bíll hefði keyrt framhjá, svona drunur. En þessir stóru tveir, þá var hristingur,“ segir Alfreð Garðarsson, einnig íbúi í Grímsey. Íbúar eyjunnar hafa tekið höndum saman á meðan skjálftavirknin hefur varað og segja umræðuna hafa verið mikla. Sumir tóku niður hluti til þess að valda ekki tjóni eða slysum. „Við tókum eina þrjá hluti sem ég vil alls ekki missa, annað létum við bara eiga sig,“ segir Guðrún. Alfreð tók niður tvær myndir í hjónaherberginu sem voru fyrir ofan rúmið. „Fólki er ekkert alveg sama, sérstaklega þegar farið var að tala um það að við gætum kannski fengið stærri skjálfta,“ segir Guðrún.Undir borð og gripið í borðfótinn Skjálftarnir nú hafa einnig verið eitt aðalumræðuefnið hjá yngstu íbúum eyjunnar. „Ég hef verið svolítið hrædd stundum en svo eru sumir svona litlir. En já, annars er allt í lagi ef þeir eru litlir en ef þeir eru aðeins þá er mér ekki vel við þá,“ segir Guðbjörg Inga Sigurðardóttir, 11 ára nemandi í Grímseyjarskóla.En hvað á maður svo að gera þegar það kemur stór skjálfti? „Fara undir borð og halda í borðfótinn því annars gæti það bara flogið frá,“ segir Hannes Logi Jóhannsson, einnig 11 ára, og sýnir fréttamanni hvernig maður á að gera. Rætt var við Jóhannes Henningsson, formann hverfisráðs Grímseyjar, og Karen Nótt Halldórsdóttur, skólastjóra Grímseyjarskóla, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort að íbúar Grímseyjar séu ekki orðnir þreyttir á ástandinu sagði Jóhannes þetta vissulega hafa verið hundleiðinlegt. „Jú, þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt. Ég held að það sé ekkert stress í fólki þannig, við finnum orðið ekkert fyrir þessu lengur. Þetta var svolítið leiðinlegt í nokkra daga þarna um daginn og kannski óvanalegt hvað þetta er búið að standa lengi.“ Þá sagði Karen nemendurna hafa tekið þessu rólega eins og flestir aðrir þó að sum hafi orðið svolítið hrædd, sérstaklega eftir stóra skjálftann.En eiga þau von á stórum skjálfta? „Við höfum heyrt talað um að það geti verið von á því en ég held að við séum ekkert að stressa okkur á því. Ef það kemur stærri skjálfti þá verður hann bara að koma. Það er líka allt í lagi að fólk undirbúi sig aðeins fyrir það og kannski spái aðeins í það hvað þarf að gera og hvað þarf að gerast,“ sagði Jóhannes.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53 „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05