Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Valgeir M. Baldursson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. Hendrik Egholm settist í forstjórastól Skeljungs 1. október síðastliðinn í stað Valgeirs M. Baldurssonar. Tilkynnt var um starfslok Valgeirs í byrjun september í fyrra en tæpri viku síðar var tilkynnt um ráðningu hans sem framkvæmdastjóra fjárfestinga og reksturs hjá tryggingafélaginu VÍS. Í yfirliti yfir laun og hlunnindi stjórnenda Skeljungs kemur fram að laun Valgeirs hafi á síðasta ári numið 103 milljónum króna samanborið við 44 milljónir árið 2016. Skýringin við laun forstjórans fyrrverandi er að gjaldfærð hafi verið áætluð laun og launatengd gjöld vegna starfsloka hans. Miðað við laun forstjórans árið áður nam kostnaður við starfslok hans 59 milljónum, eða sem nemur mánaðarlaunum hans í um 16 mánuði. Gjaldfærður kostnaður vegna starfsloka framkvæmdastjóranna tveggja, miðað við fyrra ár, nam samtals 73 milljónum. Alls nam því kostnaður Skeljungs vegna starfsloka stjórnendanna um 132 milljónum króna. Fram kemur í ársreikningnum að 97 milljónir króna vegna starfsloka forstjórans fyrrverandi og framkvæmdastjóranna tveggja hafi verið ógreiddar í árslok 2017. Skeljungur hagnaðist um 1.143 milljónir í fyrra samanborið við 1.262 milljónir árið 2016 en afkoman er sögð lituð af einskiptiskostnaði vegna breytinga í rekstri sem samtals hafi numið 248 milljónum króna á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. Hendrik Egholm settist í forstjórastól Skeljungs 1. október síðastliðinn í stað Valgeirs M. Baldurssonar. Tilkynnt var um starfslok Valgeirs í byrjun september í fyrra en tæpri viku síðar var tilkynnt um ráðningu hans sem framkvæmdastjóra fjárfestinga og reksturs hjá tryggingafélaginu VÍS. Í yfirliti yfir laun og hlunnindi stjórnenda Skeljungs kemur fram að laun Valgeirs hafi á síðasta ári numið 103 milljónum króna samanborið við 44 milljónir árið 2016. Skýringin við laun forstjórans fyrrverandi er að gjaldfærð hafi verið áætluð laun og launatengd gjöld vegna starfsloka hans. Miðað við laun forstjórans árið áður nam kostnaður við starfslok hans 59 milljónum, eða sem nemur mánaðarlaunum hans í um 16 mánuði. Gjaldfærður kostnaður vegna starfsloka framkvæmdastjóranna tveggja, miðað við fyrra ár, nam samtals 73 milljónum. Alls nam því kostnaður Skeljungs vegna starfsloka stjórnendanna um 132 milljónum króna. Fram kemur í ársreikningnum að 97 milljónir króna vegna starfsloka forstjórans fyrrverandi og framkvæmdastjóranna tveggja hafi verið ógreiddar í árslok 2017. Skeljungur hagnaðist um 1.143 milljónir í fyrra samanborið við 1.262 milljónir árið 2016 en afkoman er sögð lituð af einskiptiskostnaði vegna breytinga í rekstri sem samtals hafi numið 248 milljónum króna á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira