Jöfn en ólík Þórlindur Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Stór hluti karlmanna sinnir nú til dags störfum sem reyna lítið á líkamlegt þrek og aflsmuni. Það er því ekki óalgengt að skrifstofumenn finni sér áhugamál sem hafa karlmannlegra yfirbragð heldur en hversdagsstörfin; til dæmis veiði og fjallamennska. Í fyrsta skipti sem ég fór í laxveiði náði ég tveimur stórum löxum. Annar var fjórtán pund og hinn var sjö pund. Þessi góða byrjun á veiðiferlinum gaf frábær fyrirheit um að þarna hefði ég fundið heppilega útrás fyrir þá þörf að stunda karlmannleg áhugamál, til mótvægis við tölvupikkið og fundablaðrið sem ég var annars dæmdur til á daginn. Aflinn var settur í plast og komið fyrir í skottinu á bílnum þegar ég keyrði af stað aftur til Reykjavíkur. Þá gerðist dálítið skrítið. Þar sem ég keyri inn í borgina þá finn ég óstöðvandi löngun til þess að koma við á vinnustað unnustu minnar. Og þegar þangað er komið tilkynni ég um komu mína og heimta að hún afsaki sig frá fundarhöldum sem hún var upptekin í, og komi niður á bílastæði. Þegar hún loksins lét til leiðast og kom út þá leiddi ég hana að bílnum, opnaði skottið með viðhöfn og sýndi henni fiskana tvo sem ég hafði veitt. Henni fannst þetta frekar furðulegt uppátæki en sagði fátt. Og satt best að segja skildi ég ekkert í sjálfum mér að hafa gert þetta—þetta var algjörlega ósjálfráð hegðun. Sennilegasta skýringin er að þarna hafi eðlisávísun mín tekið völdin; og kannski hennar líka, því stuttu seinna vorum við orðin hjón.Að sýna stélfjaðrirnar Þótt mannkynið hafi þróast mikið á undanförnum tvö hundruð þúsund árum, og sloppið í ýmsum skilningi út úr ríki náttúrunnar—þá er það samt staðreynd sem ekki verður umflúin að undir allri siðmenningunni erum við ennþá lifandi skepnur, lífmassar sem stýrast að ýmsu leyti af sömu frumstæðu hvötunum og þörfum eins og önnur lifandi dýr. Við þurfum skjól og fæði, við þurfum tilgang og verkefni—og við þurfum að tilheyra hópi sem við treystum á. Ofar öllum öðrum þörfum og hvötum trónir þó líklega hin líffræðilega þörf að viðhalda stofninum með því að koma erfðaefni áfram til næstu kynslóða—eða að minnsta kosti að gera okkur líkleg til þess. Þótt það skilji mannfólkið frá dýrunum að við höfum oftast taumhald á frumstæðustu hvötunum þá þarf ekki að leita lengra heldur en til náttúrulífsmynda til þess að skýra sitthvað í hegðun og atferli okkar mannanna. Eitt af því áhugaverðasta í dýralífsmyndum er vitaskuld mökunarleikir dýranna. Í þeim efnum er hugvitsemi náttúrunnar stórfengleg. Algengast er að karldýrin þurfi að leggja mikið á sig til þess að ganga í augun á kvendýrunum; ýmist með því að sýna gagnslausa hæfileika sína og fegurð eða með því að sanna styrk sinn og yfirburði í slagsmálum við önnur karldýr. Kvendýrin velja en karldýrin gera sig að fífli.Að vera karlmaður…ekkert mál Sem betur fer er mannfólkið að mestu leyti siðfágaðra heldur en villt dýr í náttúrunni. Engu að síður er erfitt að þurrka algjörlega út úr hegðunarmynstri dýrategundar milljóna ára þróunarsögu. Allir strákar vilja stundum fá að líta hetjulega út í augum sinnar heittelskuðu; og þetta eldist ekki endilega af manni því allir karlmenn hafa gaman af því að skrúfa lok af sultukrukkum, bakka bílum í þröng stæði og finna út úr því í erlendum stórborgum í hvaða átt næstu H&M verslun er að finna. En staðreyndin er sú að fyrir karlmenn nútímans eru tækifærin til þess að sýna stélfjaðrirnar heldur fá og fátækleg. Og í ofanálag þá þykir margt af því sem áður þótti merkilegt við það að vera karlmaður—eins og að bera áburðarpoka, bora í vegg og skipta um dekk á vörubíl—bara alls ekki lengur vera neitt mál, og fjölmargt af því sem áður var hluti af samþykktri hegðun er nú til dags nánast álitið glæpsamlegt. Það er bæði gott og slæmt. Fjölmargar vísbendingar eru uppi um að í velmegunarríkjum Vesturlanda eigi strákar erfitt uppdráttar. Strákar eiga erfiðara í skólum, þeim gengur verr og líður verr en stúlkum. Fjölmörg samfélagsleg vandamál herja þar að auki í auknum mæli á unga karlmenn; þeir eru líklegri en stúlkur til þess að festast í tölvuleikjum, verða þunglyndir, missa starfsgetu og jafnvel sjálfan lífsviljann. Það mun meira að segja þekkjast að ungir karlmenn séu orðnir svo fráhverfir sjálfu lífinu að þeir velji frekar nettengda einveru heldur en að eignast kærustur, sem þó hefur lengstum verið yfirþyrmandi markmið unglingsdrengja.Hallærisleg aflasýning Samfélagið hefur á síðustu áratugum náð miklum árangri við að snúa við kynbundnu óréttlæti; hvort sem það er í formi ójafnra réttinda, tækifæra eða ruddaskapar og ofbeldis. Það er svo sannarlega gleðiefni að lifa á tímum þar sem þessar breytingar eru að eiga sér stað. En það er mikilvægt að líta ekki algjörlega framhjá því í allri umræðunni um hlutverk og samskipti kynjanna—að víst erum við að ýmsu leyti ólík; karlar og konur. Það er hluti af hundraða þúsunda ára þróunarsögu mannsins að karlmenn taki upp á furðulegustu hlutum til þess að ganga í augun á stelpum og alla tíð hafa samskipti kynjanna verið flókin og stundum full af misfellum og mistökum. Þannig er lífið. Það var vissulega ákaflega hallærislegt hjá mér að heimta að sýna kærustunni tvo dauða og slímuga laxa í skottinu á bílnum mínum. En undir allri siðfáguninni erum við líka lifandi verur sem þurfum stundum að hafa leyfi til þess að sinna eðlisávísun okkar, innan marka laga og velsæmis, og njóta þess að vera ólík—þótt við séum jöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Stór hluti karlmanna sinnir nú til dags störfum sem reyna lítið á líkamlegt þrek og aflsmuni. Það er því ekki óalgengt að skrifstofumenn finni sér áhugamál sem hafa karlmannlegra yfirbragð heldur en hversdagsstörfin; til dæmis veiði og fjallamennska. Í fyrsta skipti sem ég fór í laxveiði náði ég tveimur stórum löxum. Annar var fjórtán pund og hinn var sjö pund. Þessi góða byrjun á veiðiferlinum gaf frábær fyrirheit um að þarna hefði ég fundið heppilega útrás fyrir þá þörf að stunda karlmannleg áhugamál, til mótvægis við tölvupikkið og fundablaðrið sem ég var annars dæmdur til á daginn. Aflinn var settur í plast og komið fyrir í skottinu á bílnum þegar ég keyrði af stað aftur til Reykjavíkur. Þá gerðist dálítið skrítið. Þar sem ég keyri inn í borgina þá finn ég óstöðvandi löngun til þess að koma við á vinnustað unnustu minnar. Og þegar þangað er komið tilkynni ég um komu mína og heimta að hún afsaki sig frá fundarhöldum sem hún var upptekin í, og komi niður á bílastæði. Þegar hún loksins lét til leiðast og kom út þá leiddi ég hana að bílnum, opnaði skottið með viðhöfn og sýndi henni fiskana tvo sem ég hafði veitt. Henni fannst þetta frekar furðulegt uppátæki en sagði fátt. Og satt best að segja skildi ég ekkert í sjálfum mér að hafa gert þetta—þetta var algjörlega ósjálfráð hegðun. Sennilegasta skýringin er að þarna hafi eðlisávísun mín tekið völdin; og kannski hennar líka, því stuttu seinna vorum við orðin hjón.Að sýna stélfjaðrirnar Þótt mannkynið hafi þróast mikið á undanförnum tvö hundruð þúsund árum, og sloppið í ýmsum skilningi út úr ríki náttúrunnar—þá er það samt staðreynd sem ekki verður umflúin að undir allri siðmenningunni erum við ennþá lifandi skepnur, lífmassar sem stýrast að ýmsu leyti af sömu frumstæðu hvötunum og þörfum eins og önnur lifandi dýr. Við þurfum skjól og fæði, við þurfum tilgang og verkefni—og við þurfum að tilheyra hópi sem við treystum á. Ofar öllum öðrum þörfum og hvötum trónir þó líklega hin líffræðilega þörf að viðhalda stofninum með því að koma erfðaefni áfram til næstu kynslóða—eða að minnsta kosti að gera okkur líkleg til þess. Þótt það skilji mannfólkið frá dýrunum að við höfum oftast taumhald á frumstæðustu hvötunum þá þarf ekki að leita lengra heldur en til náttúrulífsmynda til þess að skýra sitthvað í hegðun og atferli okkar mannanna. Eitt af því áhugaverðasta í dýralífsmyndum er vitaskuld mökunarleikir dýranna. Í þeim efnum er hugvitsemi náttúrunnar stórfengleg. Algengast er að karldýrin þurfi að leggja mikið á sig til þess að ganga í augun á kvendýrunum; ýmist með því að sýna gagnslausa hæfileika sína og fegurð eða með því að sanna styrk sinn og yfirburði í slagsmálum við önnur karldýr. Kvendýrin velja en karldýrin gera sig að fífli.Að vera karlmaður…ekkert mál Sem betur fer er mannfólkið að mestu leyti siðfágaðra heldur en villt dýr í náttúrunni. Engu að síður er erfitt að þurrka algjörlega út úr hegðunarmynstri dýrategundar milljóna ára þróunarsögu. Allir strákar vilja stundum fá að líta hetjulega út í augum sinnar heittelskuðu; og þetta eldist ekki endilega af manni því allir karlmenn hafa gaman af því að skrúfa lok af sultukrukkum, bakka bílum í þröng stæði og finna út úr því í erlendum stórborgum í hvaða átt næstu H&M verslun er að finna. En staðreyndin er sú að fyrir karlmenn nútímans eru tækifærin til þess að sýna stélfjaðrirnar heldur fá og fátækleg. Og í ofanálag þá þykir margt af því sem áður þótti merkilegt við það að vera karlmaður—eins og að bera áburðarpoka, bora í vegg og skipta um dekk á vörubíl—bara alls ekki lengur vera neitt mál, og fjölmargt af því sem áður var hluti af samþykktri hegðun er nú til dags nánast álitið glæpsamlegt. Það er bæði gott og slæmt. Fjölmargar vísbendingar eru uppi um að í velmegunarríkjum Vesturlanda eigi strákar erfitt uppdráttar. Strákar eiga erfiðara í skólum, þeim gengur verr og líður verr en stúlkum. Fjölmörg samfélagsleg vandamál herja þar að auki í auknum mæli á unga karlmenn; þeir eru líklegri en stúlkur til þess að festast í tölvuleikjum, verða þunglyndir, missa starfsgetu og jafnvel sjálfan lífsviljann. Það mun meira að segja þekkjast að ungir karlmenn séu orðnir svo fráhverfir sjálfu lífinu að þeir velji frekar nettengda einveru heldur en að eignast kærustur, sem þó hefur lengstum verið yfirþyrmandi markmið unglingsdrengja.Hallærisleg aflasýning Samfélagið hefur á síðustu áratugum náð miklum árangri við að snúa við kynbundnu óréttlæti; hvort sem það er í formi ójafnra réttinda, tækifæra eða ruddaskapar og ofbeldis. Það er svo sannarlega gleðiefni að lifa á tímum þar sem þessar breytingar eru að eiga sér stað. En það er mikilvægt að líta ekki algjörlega framhjá því í allri umræðunni um hlutverk og samskipti kynjanna—að víst erum við að ýmsu leyti ólík; karlar og konur. Það er hluti af hundraða þúsunda ára þróunarsögu mannsins að karlmenn taki upp á furðulegustu hlutum til þess að ganga í augun á stelpum og alla tíð hafa samskipti kynjanna verið flókin og stundum full af misfellum og mistökum. Þannig er lífið. Það var vissulega ákaflega hallærislegt hjá mér að heimta að sýna kærustunni tvo dauða og slímuga laxa í skottinu á bílnum mínum. En undir allri siðfáguninni erum við líka lifandi verur sem þurfum stundum að hafa leyfi til þess að sinna eðlisávísun okkar, innan marka laga og velsæmis, og njóta þess að vera ólík—þótt við séum jöfn.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar