Kenndu liðsfélaganum um tapið en nú vill kóreska þjóðin setja þær sjálfar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:00 Kim Bo Reum og Park Ji Woo voru langt á undan Noh Seon-yeong. Vísir/EPA Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn. Ólympíuleikar Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn.
Ólympíuleikar Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira