Kenndu liðsfélaganum um tapið en nú vill kóreska þjóðin setja þær sjálfar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:00 Kim Bo Reum og Park Ji Woo voru langt á undan Noh Seon-yeong. Vísir/EPA Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn. Ólympíuleikar Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn.
Ólympíuleikar Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira