Kornið sem fyllt mælinn: Sagði leikmenn vera búna að bóka flugmiða heim fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:39 Íslensku leikmennirnir eftir Serbíuleikinn. Vísir/Ernir Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185) EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira