Gríðarlegur vatnsleki í Álfkonuhvarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 23:52 Vatnsyfirborð í bílakjallaranum hefur hækkað hratt síðan klukkan 16 í dag. Anna María Ragnarsdóttir Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil. Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil.
Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21