Vinstrið og verkalýðsbaráttan Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2018 14:24 Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun