Hafdís stökk lengst Dagur Lárusson skrifar 25. febrúar 2018 16:00 Hafdís Sigurðardóttir vísir/Daníel Seinni keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Það var íþróttafólkið úr ÍR og FH sem var oftast í efstu sætunum en einn athyglisverðasti árangur dagsins kom hjá Hafdísi Sigurðardóttir úr UFA sem stökk lengst allra í langstökki en hún stökk 6,94 metra. Ingi Rúnar Kristinnson úr Breiðablik endaði í 1. sæti í langstökki karla. Ingi stökk lengst 6,89 metra en næstur á eftir honum var Ísak Óli Traustason sem stökk lengst 6,75 metra. Mikil spenna var í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH voru hnífjafnar á lokasprettinum en það var að lokum Arna Stefanía sem var á undan en hún hljóp á 24,68 sekúndum en Þórdís Eva á 24, 97 sekúndum. Það var síðan Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sæti en hún hljóp á 25,43 sekúndum. Kristján Viggó Sigfinnsson fór með sigur af hólmi í hástökki karla en hann stökk 1,94 metra. Hann reyndi við 2,02 metra í sinni síðustu tilraun en mistókst. Þeir Jón Gunnar og Benjamón Jóhann úr ÍR stukku báðir hæst 1,91 metra og voru því í 2. og 3. sæti. Ari Bragi Kárason úr FH var fljótastur allra í úrslitum í 200 metra hlaupi karla en hann hljóp á 22,03 sekúndum. Næstur á eftir honum var Guðmundur Thoroddsen úr Aftureldingu en hann hljóp á 22, 19 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason tók 3. sætið en hann hljóp á 22, 37 sekúndum. Iðunn Björg Arnarldsdóttir úr ÍR tók 1. sætið í 800 metra hlaupi kvenna en hún var rúmum þremur sekúndum á undan Ingibjörgu Sigurðardóttir sem hljóp á 2 mínútum og 21,22 sekúndum. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir endaði í 3. sæti og því voru bara ÍR-ingar í efstu þremur sætunum. Það var mikil spenna í 800 metra hlaupi karla en þar fór Sæmundur Ólafsson úr ÍR með sigur af hólmi eftir mikla keppni við þá Huginn Harðarson og Daða Arnarson úr Fjölni. Sæmundur hljóp á 1 mínútu og 56, 12 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir stökk lengst allra í langstökki kvenna en hún stökk 6,04 metra. Næst á eftir henni var Irma Gunnarsdóttir en hún stökk 5,82 metra. María Rún úr FH endaði í 3. sæti en hún stökk 5,69 metra. María Birkisdóttir úr FH tók 1. sætið í 3000 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 10 mínútum og 13,69 sekúndum. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti, rétt á undan Elínu Eddu sem var nokkrum sekúndumbrotum á eftir henni. Kristinn Þór Kristinnson var langt á undan öllum öðrum í 3000 metra hlaupi karla en hann hljóp á 9 mínútum og 3,46 sekúndum. Næstur á eftir honum var Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 9 mínútum og 11,73 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hljóp á 8,92 sekúndum í 60 metra grindahlaupi kvenna en það var nóg til þess að tryggja henni 1. sætið í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik var aðeins tveimur sekúndumbrotum á eftir Irmu og endaði í 2. sætinu. Það var síðan Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sætinu en hún hljóp á 9,09 sekúndum. Ísak Óli Traustason tók 1. sætið í karlaflokki í greininni en hann hljóp á 8,26 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR hljóp á 8,39 sekúndum, rétt á undan liðsfélaga sínum Benjamín Jóhanni Johnsen sem hljóp á 8,65 sekúndum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Seinni keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Það var íþróttafólkið úr ÍR og FH sem var oftast í efstu sætunum en einn athyglisverðasti árangur dagsins kom hjá Hafdísi Sigurðardóttir úr UFA sem stökk lengst allra í langstökki en hún stökk 6,94 metra. Ingi Rúnar Kristinnson úr Breiðablik endaði í 1. sæti í langstökki karla. Ingi stökk lengst 6,89 metra en næstur á eftir honum var Ísak Óli Traustason sem stökk lengst 6,75 metra. Mikil spenna var í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH voru hnífjafnar á lokasprettinum en það var að lokum Arna Stefanía sem var á undan en hún hljóp á 24,68 sekúndum en Þórdís Eva á 24, 97 sekúndum. Það var síðan Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sæti en hún hljóp á 25,43 sekúndum. Kristján Viggó Sigfinnsson fór með sigur af hólmi í hástökki karla en hann stökk 1,94 metra. Hann reyndi við 2,02 metra í sinni síðustu tilraun en mistókst. Þeir Jón Gunnar og Benjamón Jóhann úr ÍR stukku báðir hæst 1,91 metra og voru því í 2. og 3. sæti. Ari Bragi Kárason úr FH var fljótastur allra í úrslitum í 200 metra hlaupi karla en hann hljóp á 22,03 sekúndum. Næstur á eftir honum var Guðmundur Thoroddsen úr Aftureldingu en hann hljóp á 22, 19 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason tók 3. sætið en hann hljóp á 22, 37 sekúndum. Iðunn Björg Arnarldsdóttir úr ÍR tók 1. sætið í 800 metra hlaupi kvenna en hún var rúmum þremur sekúndum á undan Ingibjörgu Sigurðardóttir sem hljóp á 2 mínútum og 21,22 sekúndum. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir endaði í 3. sæti og því voru bara ÍR-ingar í efstu þremur sætunum. Það var mikil spenna í 800 metra hlaupi karla en þar fór Sæmundur Ólafsson úr ÍR með sigur af hólmi eftir mikla keppni við þá Huginn Harðarson og Daða Arnarson úr Fjölni. Sæmundur hljóp á 1 mínútu og 56, 12 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir stökk lengst allra í langstökki kvenna en hún stökk 6,04 metra. Næst á eftir henni var Irma Gunnarsdóttir en hún stökk 5,82 metra. María Rún úr FH endaði í 3. sæti en hún stökk 5,69 metra. María Birkisdóttir úr FH tók 1. sætið í 3000 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 10 mínútum og 13,69 sekúndum. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti, rétt á undan Elínu Eddu sem var nokkrum sekúndumbrotum á eftir henni. Kristinn Þór Kristinnson var langt á undan öllum öðrum í 3000 metra hlaupi karla en hann hljóp á 9 mínútum og 3,46 sekúndum. Næstur á eftir honum var Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 9 mínútum og 11,73 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hljóp á 8,92 sekúndum í 60 metra grindahlaupi kvenna en það var nóg til þess að tryggja henni 1. sætið í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik var aðeins tveimur sekúndumbrotum á eftir Irmu og endaði í 2. sætinu. Það var síðan Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sætinu en hún hljóp á 9,09 sekúndum. Ísak Óli Traustason tók 1. sætið í karlaflokki í greininni en hann hljóp á 8,26 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR hljóp á 8,39 sekúndum, rétt á undan liðsfélaga sínum Benjamín Jóhanni Johnsen sem hljóp á 8,65 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26