NBA: Enn á ný fann Golden State liðið túrbógírinn eftir hálfleiksræðu Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 07:30 Stephen Curry sá til þess að Golden State Warriors fann túrbúgírinn í þriðja leikhlutanum. Vísir/Getty Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira