Real fjórtán stigum á eftir Barcelona eftir tap í uppbótartíma Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2018 20:45 Bale í leiknum í kvöld, en Wales-verjinn var tekinn af velli í síðari hálfleik. vísir/getty Espanyol stal stigunum þremur gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en sigurmark Espanyol kom í uppbótartíma, 1-0. Real var meira með boltann og hættulegra liðið í leiknum, en þrátt fyrir að vera með hreðjartök á leiknum náðu Madrídingar ekki að koma boltanum í markið. Það var svo Gerard Moreno sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma . Cristiano Ronaldo var ekki með Real í kvöld, en í næstu viku spilar Real við PSG í Meistaradeildinni þar sem liðið er með pálmann í höndunum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hvildi afar marga lykilmenn fyrir leikinn í næstu viku. Real er nú í þriðja sætinu fjórtán skigum á eftir Barcelona sem á einnig leik til góða, en Valencia getur skotist upp fyrir Real með sigri á Bilbao á morgun. Spænski boltinn
Espanyol stal stigunum þremur gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en sigurmark Espanyol kom í uppbótartíma, 1-0. Real var meira með boltann og hættulegra liðið í leiknum, en þrátt fyrir að vera með hreðjartök á leiknum náðu Madrídingar ekki að koma boltanum í markið. Það var svo Gerard Moreno sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma . Cristiano Ronaldo var ekki með Real í kvöld, en í næstu viku spilar Real við PSG í Meistaradeildinni þar sem liðið er með pálmann í höndunum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hvildi afar marga lykilmenn fyrir leikinn í næstu viku. Real er nú í þriðja sætinu fjórtán skigum á eftir Barcelona sem á einnig leik til góða, en Valencia getur skotist upp fyrir Real með sigri á Bilbao á morgun.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn