Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 17:00 Ástandið á Ghouta svæðinu í Sýrlandi er vægast sagt hrikalegt þessa dagana. visir/Getty Árásir Sýrlandshers halda áfram á austurhluta Ghouta-svæðisins í Sýrlandi þrátt fyrir 30 daga vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. Aðgerðasinnar segja að stjórnvöld geri árásir bæði úr lofti sem og á landi á meðan að Rússar segja að svokölluðum „mannúðlegum gangi“ , sem borgarar geta nýtt til þess að flýja, hafi verið hlíft. Á meðan á árásunum stendur komast engin hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum til skila né er heldur hægt að fara með illa sært fólk í burtu. Í frétt BBC um málið kemur fram að í kringum 393.000 manns eru fastir á svæðinu í kringum Damaskus sem hefur verið á valdi sýrlenskra yfirvalda síðan 2013. Segir Rússland eina aðilann sem getur haft áhrif á Assad Læknar segja að meira en 500 einstaklingar hafi látið lífið síðan að herinn hóf árásir sínar fyrir níu dögum síðan. Frakkland hefur hvatt Rússland til þess að nýta sér áhrif sín og ítök við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad til þess að tryggja að 30 daga vopnahléinu verði framfylgt. „Rússland er eini aðilinn sem getur fengið stjórnina til þess að framfylgja vopnahléinu,“ sagði Jean-Yves Le Drian við kollega sinn Sergei Lavrov í Moskvu. Margir slasaðir sem ekki komast undir læknishendur Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segir að hún hafi fengið fregnir þess efnis að árásirnar hafi haldið áfram eftir að Rússland kallaði eftir vopnahléi klukkan 7 á þriðjudag. „Ljóst er að ástandið á jörðu niðri er þannig að ekki er hægt að koma gögnum inn né heldur að flytja særða út,“ sagði Jens Laerke við fréttamenn í Genf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hún viti um meira en 1.000 illa særða og veika einstaklinga sem nauðsynlega þarf að flytja í burtu frá svæðinu og koma undir læknishendur. Ástandið var frekar rólegt Ástandið í austur Ghouta-svæðinu var frekar rólegt snemma á þriðjudag fyrir viku síðan. Hins vegar var einn almennur borgari drepinn í bænum Douma sem er a valdi uppreisnarmanna áður en hléið hófst. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Árásir Sýrlandshers halda áfram á austurhluta Ghouta-svæðisins í Sýrlandi þrátt fyrir 30 daga vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. Aðgerðasinnar segja að stjórnvöld geri árásir bæði úr lofti sem og á landi á meðan að Rússar segja að svokölluðum „mannúðlegum gangi“ , sem borgarar geta nýtt til þess að flýja, hafi verið hlíft. Á meðan á árásunum stendur komast engin hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum til skila né er heldur hægt að fara með illa sært fólk í burtu. Í frétt BBC um málið kemur fram að í kringum 393.000 manns eru fastir á svæðinu í kringum Damaskus sem hefur verið á valdi sýrlenskra yfirvalda síðan 2013. Segir Rússland eina aðilann sem getur haft áhrif á Assad Læknar segja að meira en 500 einstaklingar hafi látið lífið síðan að herinn hóf árásir sínar fyrir níu dögum síðan. Frakkland hefur hvatt Rússland til þess að nýta sér áhrif sín og ítök við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad til þess að tryggja að 30 daga vopnahléinu verði framfylgt. „Rússland er eini aðilinn sem getur fengið stjórnina til þess að framfylgja vopnahléinu,“ sagði Jean-Yves Le Drian við kollega sinn Sergei Lavrov í Moskvu. Margir slasaðir sem ekki komast undir læknishendur Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segir að hún hafi fengið fregnir þess efnis að árásirnar hafi haldið áfram eftir að Rússland kallaði eftir vopnahléi klukkan 7 á þriðjudag. „Ljóst er að ástandið á jörðu niðri er þannig að ekki er hægt að koma gögnum inn né heldur að flytja særða út,“ sagði Jens Laerke við fréttamenn í Genf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hún viti um meira en 1.000 illa særða og veika einstaklinga sem nauðsynlega þarf að flytja í burtu frá svæðinu og koma undir læknishendur. Ástandið var frekar rólegt Ástandið í austur Ghouta-svæðinu var frekar rólegt snemma á þriðjudag fyrir viku síðan. Hins vegar var einn almennur borgari drepinn í bænum Douma sem er a valdi uppreisnarmanna áður en hléið hófst.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40