Utanríkisráðherra Filippseyja vonsvikinn yfir málflutningi Íslendinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 17:42 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Peter S. Cayetano utanríkisráðherra Filippseyja á fundinum í dag. Mynd/Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Peter S. Cayetano, utanríkisráðherra Filippseyja, í Genf en ráðherra gerði í ræðu sinni fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðunum í gær stöðu mannréttinda á Filippseyjum að sérstöku umtalsefni. Ráðherra átti jafnframt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Spánar, Kanda og Liechtenstein og ræddi einnig við embættismenn hjá SÞ. „Það var gott að fá tækifæri til að ræða beint við starfsbróður minn á Filippseyjum og skýra betur út fyrir honum afstöðu Íslands til framgöngu filippeyskra stjórnvalda í baráttu gegn útbreiðslu fíkniefna. Þótt við Cayetano værum ekki sammála að öllu leyti var andrúmsloftið á fundinum jákvætt. Orð eru til alls fyrst,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu kemur fram að það hafi verið Cayetano sem óskaði eftir fundinum. Þar lýsti hann meðal annars baráttu stjórnvalda á Filippseyjum gegn útbreiðslu eiturlyfja. „Ísland talaði á síðasta ári fyrir hönd næstum fjörutíu þjóða og gagnrýndi mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum. Ítrekaði Guðlaugur Þór afstöðu Íslands í ræðu sinni í ráðinu í gær. Filippeyski ráðherrann kvaðst vonsvikinn yfir málflutningi Íslendinga. Stjórnvöld á Filippseyjum væru reiðubúin til að opna dyrnar fyrir þeim sem kynna vildu sér málin en væri mikilvægt væri að fólk myndaði sér ekki skoðun fyrirfram,“ segir í fréttinni. Guðlaugur Þór lagði áherslu á að slíkt eftirlit ætti að fara fram fyrir tilstilli viðeigandi stofnana Sameinuðu þjóðana. „Ef Ísland getur stuðlað að því Filippseyjar láti af mótstöðu sinni við heimsóknir fulltrúa mannréttindastofnana SÞ er sjálfsagt að við leggjum okkar lóð á vogarskálar í þeim efnum,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að það væri skref í rétta átt að Filippseyingar væru reiðubúnir að opna dyrnar með þessum hætti. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Peter S. Cayetano, utanríkisráðherra Filippseyja, í Genf en ráðherra gerði í ræðu sinni fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðunum í gær stöðu mannréttinda á Filippseyjum að sérstöku umtalsefni. Ráðherra átti jafnframt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Spánar, Kanda og Liechtenstein og ræddi einnig við embættismenn hjá SÞ. „Það var gott að fá tækifæri til að ræða beint við starfsbróður minn á Filippseyjum og skýra betur út fyrir honum afstöðu Íslands til framgöngu filippeyskra stjórnvalda í baráttu gegn útbreiðslu fíkniefna. Þótt við Cayetano værum ekki sammála að öllu leyti var andrúmsloftið á fundinum jákvætt. Orð eru til alls fyrst,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu kemur fram að það hafi verið Cayetano sem óskaði eftir fundinum. Þar lýsti hann meðal annars baráttu stjórnvalda á Filippseyjum gegn útbreiðslu eiturlyfja. „Ísland talaði á síðasta ári fyrir hönd næstum fjörutíu þjóða og gagnrýndi mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum. Ítrekaði Guðlaugur Þór afstöðu Íslands í ræðu sinni í ráðinu í gær. Filippeyski ráðherrann kvaðst vonsvikinn yfir málflutningi Íslendinga. Stjórnvöld á Filippseyjum væru reiðubúin til að opna dyrnar fyrir þeim sem kynna vildu sér málin en væri mikilvægt væri að fólk myndaði sér ekki skoðun fyrirfram,“ segir í fréttinni. Guðlaugur Þór lagði áherslu á að slíkt eftirlit ætti að fara fram fyrir tilstilli viðeigandi stofnana Sameinuðu þjóðana. „Ef Ísland getur stuðlað að því Filippseyjar láti af mótstöðu sinni við heimsóknir fulltrúa mannréttindastofnana SÞ er sjálfsagt að við leggjum okkar lóð á vogarskálar í þeim efnum,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að það væri skref í rétta átt að Filippseyingar væru reiðubúnir að opna dyrnar með þessum hætti.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira