Sveitarfélögum heimilt að taka gjald fyrir nagladekk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Meðal nýmæla í frumvarpsdrögunum er skýrari rammi um hjólreiðar og hvernig hjólreiðamönnum beri að haga sér í umferðinni. Vísir/Stefán Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira