Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 81-68 | Óvæntur viðsnúningur Blika skilaði frábærum sigri Þór Símon Hafþórsson skrifar 28. febrúar 2018 22:00 Sóllilja Bjarnadóttir skoraði 10 stig í kvöld vísir Breiðablik og Valur mættust í kvöld í Dominos deild kvenna í körfubolta í Smáranum. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri gestana enda Valur að berjast um toppsætið í deildinni en Breiðablik er að berjast á hinum enda töflunnar. Breiðablik hinsvegar byrjaði betur og var með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 23-20. En Breiðablik hefur áður verið í svipaðri stöðu í vetur en átt það til að missa flugið eftir því sem líða tekur á leik. Það voru því fáir undrandi er Valur tók völdin í öðrum leikhluta og fóru til hlés með ágætis forystu á heimaliðinu, 36-42. Þetta virtist svo allt ætla að fara eftir bókinni í þriðja leikhluta er Breiðablik byrjaði hörumlega og Valur náði í 11 stiga forskot. Undirritaður byrjaði að undirbúa grein sem greindi frá Valssigri en þurfti svo að stroka allt út því Breiðablik tróð sokk upp í alla þá sem efuðust. Breiðablik snéri taflinu gjörsamlega við og fóru á 10-0 skrið og skyndilega var staðan jöfn fyrir 4. leikhluta, 54-54. Breiðablik lék svo á alls oddi í síðasta leikhlutanum á meðan stelpurnar í Val voru hreinlega með allt niðrum sig. Lokatölur 81-70, Blikum í vil, og vægast sagt fyllilega verðskuldaður sigur.Afhverju vann Breiðablik? Ef ég væri nýgræðingur í íþróttinni og einhver hefði spurt mig í 4. leikhluta: „Hvaða lið heldur þú að sé að berjast á toppi deildarinnar?“ hefði ég sagt Breiðablik og það án þess að hika. Liðið fór úr því að vera allt í lagi með dass af lélegu spili yfir í að spila eins og englar. Valur átti engin svör á meðan Breiðablik sundurspilaði liðið á báðum endum vallarins en skyndilega var sókn og vörn bæði upp á 10.5. Ég kann enga almennilega skýringu á afhverju þetta gerðist. Hvernig eitt af botnliðum deildarinnar skúraði hreinlega gólfið með einu af toppliðunum. Ég myndi hinsvegar giska á að eitt stykki leikmaður að nafni, Whitney Knight, og frammistaða hennar fari langleiðina að því að skýra hvað fór eiginlega fram hér í Smáranum í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Whitney Knight var óaðfinnanleg í 3. og 4. leikhluta. Fram að því fannst mér hún fín en ekkert meiriháttar. Hún tók svo algjörlega yfir leikinn undir restina er hún tók frákast eftir frákast og skilaði boltanum í körfuna trekk í trekk. Hún endaði leikinn með 30 stig og 11 fráköst og verður spennandi að sjá hvernig hún kemur til með að plumma sig á komandi vikum og mánuðum í búningi Breiðabliks.Hvað fór úrskeiðis? Varnarleikur og sókn Vals hríðféll eftir að liðið var búið að koma sér í góða stöðu. Það er lítil sem engin hætta á að þetta lið spili ekki í úrslitakeppninni í vor en svona frammistöður gefa ekki góð fyrirheit á framhaldið. Liðið kolféll niður og talaði Darri, þjálfari liðsins, um eftir leik að hvernig liðið bognaði undan mótlæti væri áhyggjuefni. Nú þarf bara að vinna af krafti í þessum málum áður en ballið byrjar.Hvað gerist næst? Valur mætir Keflavík í mjög áhugaverðum leik á milli tveggja liða við toppinn en Keflavík er í 3. sæti, einungis tveimur stigum á eftir Val. Breiðablik fær Stjörnunna í heimsókn og verður áhugavert hvað Blikar gera með frammistöðu kvöldsins í farteskinu.Breiðablik-Valur 81-70 (23-20, 13-22, 18-12, 27-16) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 30/11 fráköst, Lovísa Falsdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Isabella Ósk Sigurðardóttir 9/11 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8/5 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 30/10 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 10/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 5/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2/4 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2/5 fráköst.Whitney Knight: Getum unnið öll lið í deildinni Whitney Knight átti stórleik í kvöld í búningi Breiðabliks er hún skoraði 30 stig og tók 11 fráköst í 81-70 sigri liðsins á Val. „Við sögðum að við urðum að spila góða vörn og keyra í gegnum alla þreytu. Það var það sem við lögðum áherslu á fyrir leik.“ Whitney átti erfitt uppdráttar framan af leik þrátt fyrir að vera lang stigahæst hjá Breiðablik. Hún hinsvegar umturnaðist um miðbik 3. leikhluta og var stór ástæða þess að liðið landaði þessum frábæra sigri. „Ég sagði sjálfri mér að halda bara áfram. Vera grimm búa til spil fyrir bæði mig og liðsfélaga mína. Liðsfélagar mínir náðu að setja niður nokkrar góðar körfur sem gaf mér aukið pláss,“ sagði Whitney. En hvaða þýðingu hefur þessi sigur upp á framhaldið? „Ég held þetta sé snúningspunktur fyrir okkur. Við teljum okkur vera með frábært lið sem getur unnið hvaða lið sem er í deildinni. Þetta eykur sjálfstraustið okkar mikið og við verðum að halda áfram.“Hildur: Vonandi komið til að vera „Liðið hefur verið að spila undir getu eftir áramót. Við fundum okkur loksins almennilega og vonandi er þetta komið til að vera,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, eftir frækinn sigur liðsins á einum af toppliðum Dominos deild kvenna í körfubolta. Breiðablik sat fyrir leik í næst neðsta sæti deildarinnar eftir ömurlegt gengi á árinu 2018 en Valur var og er í 2. sæti. „Við höfum verið að vinna okkur aftur inn í leiki. Höfum lagt áherslu á að brotna ekki niður þó við lendum undir. Við erum alltaf að reyna að bæta okkar leik,“ sagði Hildur og segir að undanfarnar vikur hafi verið liðinu erfiðar. „Auðvitað er stemmningsleysi þegar illa gengur. Þegar við getum ekki gefið boltann og dribblum bara út í horn. En núna erum við vonandi búnar að finna lausn á því,“ sagði Hildur og bætti við að þetta væri skemmtilegur hópur og því væri húmor og gleðin aldrei langt undan. „Þetta eru hressar og skemmtilegar stelpur og eru fljótar að detta í gírinn. Þær eru örugglega að syngja inn í klefa núna,“ og það skal engan undra eftir jafn frábæran sigur.Darri: Áhyggjuefni hvað við verðum litlar í okkur Darri Freyr, þjálfari Vals, var ekki par sáttur með frammistöðu síns liðs eftir óvænt tap gegn Breiðablik. „Við létum sóknina þeirra hafa of mikil áhrif á hvernig við spiluðum vörn. Vorum að stoppa þær síendurtekið framan af leik en svo gerðist eitthvað og við hættum bara að stoppa þær,“ sagði Darri en um miðbik 3. leikhluta var Valur með afgerandi forystu en svo kolféll leikur liðsins skyndilega niður. „Það er áhyggjuefni hvað við verðum litlar í okkur þegar okkur gengur illa í byrjun leiks. Við látum allt mótlæti hafa of mikil áhrif á okkur í stað þess að stíga upp og vera töffarar.“ Hann segir að stelpurnar ætli sér að mæta tvíelfdar til leiks í næsta leik gegn Keflavík. „Við fáum fulla æfingaviku og undirbúum okkur vel fyrir leikinn.“ Dominos-deild kvenna
Breiðablik og Valur mættust í kvöld í Dominos deild kvenna í körfubolta í Smáranum. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri gestana enda Valur að berjast um toppsætið í deildinni en Breiðablik er að berjast á hinum enda töflunnar. Breiðablik hinsvegar byrjaði betur og var með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 23-20. En Breiðablik hefur áður verið í svipaðri stöðu í vetur en átt það til að missa flugið eftir því sem líða tekur á leik. Það voru því fáir undrandi er Valur tók völdin í öðrum leikhluta og fóru til hlés með ágætis forystu á heimaliðinu, 36-42. Þetta virtist svo allt ætla að fara eftir bókinni í þriðja leikhluta er Breiðablik byrjaði hörumlega og Valur náði í 11 stiga forskot. Undirritaður byrjaði að undirbúa grein sem greindi frá Valssigri en þurfti svo að stroka allt út því Breiðablik tróð sokk upp í alla þá sem efuðust. Breiðablik snéri taflinu gjörsamlega við og fóru á 10-0 skrið og skyndilega var staðan jöfn fyrir 4. leikhluta, 54-54. Breiðablik lék svo á alls oddi í síðasta leikhlutanum á meðan stelpurnar í Val voru hreinlega með allt niðrum sig. Lokatölur 81-70, Blikum í vil, og vægast sagt fyllilega verðskuldaður sigur.Afhverju vann Breiðablik? Ef ég væri nýgræðingur í íþróttinni og einhver hefði spurt mig í 4. leikhluta: „Hvaða lið heldur þú að sé að berjast á toppi deildarinnar?“ hefði ég sagt Breiðablik og það án þess að hika. Liðið fór úr því að vera allt í lagi með dass af lélegu spili yfir í að spila eins og englar. Valur átti engin svör á meðan Breiðablik sundurspilaði liðið á báðum endum vallarins en skyndilega var sókn og vörn bæði upp á 10.5. Ég kann enga almennilega skýringu á afhverju þetta gerðist. Hvernig eitt af botnliðum deildarinnar skúraði hreinlega gólfið með einu af toppliðunum. Ég myndi hinsvegar giska á að eitt stykki leikmaður að nafni, Whitney Knight, og frammistaða hennar fari langleiðina að því að skýra hvað fór eiginlega fram hér í Smáranum í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Whitney Knight var óaðfinnanleg í 3. og 4. leikhluta. Fram að því fannst mér hún fín en ekkert meiriháttar. Hún tók svo algjörlega yfir leikinn undir restina er hún tók frákast eftir frákast og skilaði boltanum í körfuna trekk í trekk. Hún endaði leikinn með 30 stig og 11 fráköst og verður spennandi að sjá hvernig hún kemur til með að plumma sig á komandi vikum og mánuðum í búningi Breiðabliks.Hvað fór úrskeiðis? Varnarleikur og sókn Vals hríðféll eftir að liðið var búið að koma sér í góða stöðu. Það er lítil sem engin hætta á að þetta lið spili ekki í úrslitakeppninni í vor en svona frammistöður gefa ekki góð fyrirheit á framhaldið. Liðið kolféll niður og talaði Darri, þjálfari liðsins, um eftir leik að hvernig liðið bognaði undan mótlæti væri áhyggjuefni. Nú þarf bara að vinna af krafti í þessum málum áður en ballið byrjar.Hvað gerist næst? Valur mætir Keflavík í mjög áhugaverðum leik á milli tveggja liða við toppinn en Keflavík er í 3. sæti, einungis tveimur stigum á eftir Val. Breiðablik fær Stjörnunna í heimsókn og verður áhugavert hvað Blikar gera með frammistöðu kvöldsins í farteskinu.Breiðablik-Valur 81-70 (23-20, 13-22, 18-12, 27-16) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 30/11 fráköst, Lovísa Falsdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Isabella Ósk Sigurðardóttir 9/11 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8/5 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 30/10 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 10/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 5/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2/4 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2/5 fráköst.Whitney Knight: Getum unnið öll lið í deildinni Whitney Knight átti stórleik í kvöld í búningi Breiðabliks er hún skoraði 30 stig og tók 11 fráköst í 81-70 sigri liðsins á Val. „Við sögðum að við urðum að spila góða vörn og keyra í gegnum alla þreytu. Það var það sem við lögðum áherslu á fyrir leik.“ Whitney átti erfitt uppdráttar framan af leik þrátt fyrir að vera lang stigahæst hjá Breiðablik. Hún hinsvegar umturnaðist um miðbik 3. leikhluta og var stór ástæða þess að liðið landaði þessum frábæra sigri. „Ég sagði sjálfri mér að halda bara áfram. Vera grimm búa til spil fyrir bæði mig og liðsfélaga mína. Liðsfélagar mínir náðu að setja niður nokkrar góðar körfur sem gaf mér aukið pláss,“ sagði Whitney. En hvaða þýðingu hefur þessi sigur upp á framhaldið? „Ég held þetta sé snúningspunktur fyrir okkur. Við teljum okkur vera með frábært lið sem getur unnið hvaða lið sem er í deildinni. Þetta eykur sjálfstraustið okkar mikið og við verðum að halda áfram.“Hildur: Vonandi komið til að vera „Liðið hefur verið að spila undir getu eftir áramót. Við fundum okkur loksins almennilega og vonandi er þetta komið til að vera,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, eftir frækinn sigur liðsins á einum af toppliðum Dominos deild kvenna í körfubolta. Breiðablik sat fyrir leik í næst neðsta sæti deildarinnar eftir ömurlegt gengi á árinu 2018 en Valur var og er í 2. sæti. „Við höfum verið að vinna okkur aftur inn í leiki. Höfum lagt áherslu á að brotna ekki niður þó við lendum undir. Við erum alltaf að reyna að bæta okkar leik,“ sagði Hildur og segir að undanfarnar vikur hafi verið liðinu erfiðar. „Auðvitað er stemmningsleysi þegar illa gengur. Þegar við getum ekki gefið boltann og dribblum bara út í horn. En núna erum við vonandi búnar að finna lausn á því,“ sagði Hildur og bætti við að þetta væri skemmtilegur hópur og því væri húmor og gleðin aldrei langt undan. „Þetta eru hressar og skemmtilegar stelpur og eru fljótar að detta í gírinn. Þær eru örugglega að syngja inn í klefa núna,“ og það skal engan undra eftir jafn frábæran sigur.Darri: Áhyggjuefni hvað við verðum litlar í okkur Darri Freyr, þjálfari Vals, var ekki par sáttur með frammistöðu síns liðs eftir óvænt tap gegn Breiðablik. „Við létum sóknina þeirra hafa of mikil áhrif á hvernig við spiluðum vörn. Vorum að stoppa þær síendurtekið framan af leik en svo gerðist eitthvað og við hættum bara að stoppa þær,“ sagði Darri en um miðbik 3. leikhluta var Valur með afgerandi forystu en svo kolféll leikur liðsins skyndilega niður. „Það er áhyggjuefni hvað við verðum litlar í okkur þegar okkur gengur illa í byrjun leiks. Við látum allt mótlæti hafa of mikil áhrif á okkur í stað þess að stíga upp og vera töffarar.“ Hann segir að stelpurnar ætli sér að mæta tvíelfdar til leiks í næsta leik gegn Keflavík. „Við fáum fulla æfingaviku og undirbúum okkur vel fyrir leikinn.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti