Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 19:00 Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi í gær frá því að íslenska fyrirtækið Air Atlanta hafi á síðustu árum flutt vopn frá ríkjum Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Utanríkismálanefnd setti málið á dagskrá í morgun og telur formaður málið vera grafalvarlegt. „Sérstaða Íslands er auðvitað mjög mikilvæg í alþjóðasamvinnu. Við stöndum fyrir frið, mannréttindi og jafnrétti meðal annars og þess vegna kom þetta manni auðvitað talsvert á óvart," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar.Telur brotið gegn alþjóðasáttmálum Varaformaður nefndarinnar telur að ríkið hafi með þessu brotið gegn alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand að þá er það brot á alþjóðasáttmálum," sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi í dag. Þar til í nóvember lagði Samgöngustofa einhliða mat á hverja umsókn um undanþágu til flutninga á hergögnum en í dag er ákvörðunarvaldið hjá Samgönguráðuneytinu. Samgönguráðherra kom fyrir utanríkismálanefnd í morgun vegna málsins en hann segir að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en búið er að endurskoða regluverkið.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/Stefán„Að þá sé eðlilegra að færa það þannig að það yrði annað hvort með lögmætisumsögn frá utanríkisráðuneytinu eða alfarið yfir til utanríkisráðuneytisins þar sem sérþekkingin á svona alþjóðastjórnmálum liggur," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Einungis Air Atlanta fengið leyfiForstjóri Samgöngustofu baðst undan viðtali en í skriflegu svari segir upplýsingafulltrúi að Air Atlanta hafi á síðustu árum verið veittar 5 til 10 undanþágur á ári og að þeim hafi aldrei verið hafnað. Einungis hafa slík leyfi verið veitt til Air Atlanta. Stofnunin hefur fylgt reglugerð sem stendur þó til að endurskoða. Leiða má að því líkur að ríkari rannsóknarskylda eigi að hvíla á ríkinu samkvæmt alþjóðasamningum. „Það þarf að skoða mjög ítarlega þessar skuldbindingar. Þarf að skoða mjög ítarlega hvað er í þessum förmum og hvert þeir eru að fara. Það eru náttúrulega búin að vera skelfileg brot á þessu svæði í langan tíma," segir Þórdís Ingadóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.Guðlaugur Þór.Skjáskot/Stöð 2Á að heyra til undantekninga Utanríkisráðherra telur þessi mál eiga heima í utanríkisráðuneytinu þar sem mat á pólitískri alþjóðlegri stöðu getur farið fram. „Það er alveg ljóst að við þurfum að breyta þessu verklagi að mínu áliti og ég held að það sé skynsamlegt að utanríkisráðuneytið fari alfarið með þetta. Ég tel að við eigum að gæta að ítrustu kröfum þegar við kemur vopnaflutningum og að það eigi að heyra til algjörra undantekninga," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Ekkert pukur Baldvin M. Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Air Atlanta segir fyrirtækið fylgja bæði lögum og alþjóðasáttmálum varðandi vopnaflutninga og að endanlegur viðtakandi eigi alltaf að vera tilgreindur.Baldvin M. Hermannsson.Ekki sé greitt sérstaklega fyrir vopnaflutninga heldur sé þetta líkt og hver annar farmur. „Þetta er allt uppi á borðinu og ekkert pukur. Við erum með öll okkar leyfi algjörlega á tæru," segir Baldvin. Félagið fái samþykki frá yfirvöldum og hafi engar forsendur til að meta hvort farmurinn verði síðar fluttur annað. „Þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum af því að þessi vopn séu að fara eitthvað áfram. Við erum með þessa samninga sem eiga að tryggja að vopnin fari ekki áfram. ef eitthvað annað er að koma í ljós er bara sjálfsagt mál að endurskoða þetta því það eru svo sannarlega ekki okkar hagsmunir að flytja þetta með þeim máta," segir Baldvin. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi í gær frá því að íslenska fyrirtækið Air Atlanta hafi á síðustu árum flutt vopn frá ríkjum Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Utanríkismálanefnd setti málið á dagskrá í morgun og telur formaður málið vera grafalvarlegt. „Sérstaða Íslands er auðvitað mjög mikilvæg í alþjóðasamvinnu. Við stöndum fyrir frið, mannréttindi og jafnrétti meðal annars og þess vegna kom þetta manni auðvitað talsvert á óvart," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar.Telur brotið gegn alþjóðasáttmálum Varaformaður nefndarinnar telur að ríkið hafi með þessu brotið gegn alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand að þá er það brot á alþjóðasáttmálum," sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi í dag. Þar til í nóvember lagði Samgöngustofa einhliða mat á hverja umsókn um undanþágu til flutninga á hergögnum en í dag er ákvörðunarvaldið hjá Samgönguráðuneytinu. Samgönguráðherra kom fyrir utanríkismálanefnd í morgun vegna málsins en hann segir að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en búið er að endurskoða regluverkið.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/Stefán„Að þá sé eðlilegra að færa það þannig að það yrði annað hvort með lögmætisumsögn frá utanríkisráðuneytinu eða alfarið yfir til utanríkisráðuneytisins þar sem sérþekkingin á svona alþjóðastjórnmálum liggur," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Einungis Air Atlanta fengið leyfiForstjóri Samgöngustofu baðst undan viðtali en í skriflegu svari segir upplýsingafulltrúi að Air Atlanta hafi á síðustu árum verið veittar 5 til 10 undanþágur á ári og að þeim hafi aldrei verið hafnað. Einungis hafa slík leyfi verið veitt til Air Atlanta. Stofnunin hefur fylgt reglugerð sem stendur þó til að endurskoða. Leiða má að því líkur að ríkari rannsóknarskylda eigi að hvíla á ríkinu samkvæmt alþjóðasamningum. „Það þarf að skoða mjög ítarlega þessar skuldbindingar. Þarf að skoða mjög ítarlega hvað er í þessum förmum og hvert þeir eru að fara. Það eru náttúrulega búin að vera skelfileg brot á þessu svæði í langan tíma," segir Þórdís Ingadóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.Guðlaugur Þór.Skjáskot/Stöð 2Á að heyra til undantekninga Utanríkisráðherra telur þessi mál eiga heima í utanríkisráðuneytinu þar sem mat á pólitískri alþjóðlegri stöðu getur farið fram. „Það er alveg ljóst að við þurfum að breyta þessu verklagi að mínu áliti og ég held að það sé skynsamlegt að utanríkisráðuneytið fari alfarið með þetta. Ég tel að við eigum að gæta að ítrustu kröfum þegar við kemur vopnaflutningum og að það eigi að heyra til algjörra undantekninga," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Ekkert pukur Baldvin M. Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Air Atlanta segir fyrirtækið fylgja bæði lögum og alþjóðasáttmálum varðandi vopnaflutninga og að endanlegur viðtakandi eigi alltaf að vera tilgreindur.Baldvin M. Hermannsson.Ekki sé greitt sérstaklega fyrir vopnaflutninga heldur sé þetta líkt og hver annar farmur. „Þetta er allt uppi á borðinu og ekkert pukur. Við erum með öll okkar leyfi algjörlega á tæru," segir Baldvin. Félagið fái samþykki frá yfirvöldum og hafi engar forsendur til að meta hvort farmurinn verði síðar fluttur annað. „Þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum af því að þessi vopn séu að fara eitthvað áfram. Við erum með þessa samninga sem eiga að tryggja að vopnin fari ekki áfram. ef eitthvað annað er að koma í ljós er bara sjálfsagt mál að endurskoða þetta því það eru svo sannarlega ekki okkar hagsmunir að flytja þetta með þeim máta," segir Baldvin.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28
Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05