Skortir gögn um trampólíngarð Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Ekki er öruggt að börn sem slasast hafa í Trampólingarðinum nái sér að fullu. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00