Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 08:40 Töluvert verður um lokanir í dag vegna veðurs. Jóhann K. Jóhannsson Vegagerðin hefur lokað Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfum hefur ennig verið lokað vegna veðurs. Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir, og þjónusta takmörkuð þess vegna. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Á Suð-vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingsfærð er austantil á Suðurlandi. Hálka er víða á Vesturlandi. Þungfært er í Hvalfirði en Þæfingsfærð á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Klettshálsi og yfir hálsana í Gufudalssveit. Á Norðurlandi er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Éljagangur og snjókoma er víða á Norð-austurlandi. Á Austurlandi er víða snjóþekja og snjókoma á stöku stað. Þæfingur er á Fagradal. Búið er að loka Fjarðarheiði vegna veðurs. Snjóþekja og éljagangur er með suð-austurströndinni. Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið.Gul viðvörun:Þegar kemur fram á daginn fer veður versnandi, fyrst á Norðurlandi, síðan á Vestfjörðum við Breiðafjörð og í Borgarfirði. 18-22 m/s, snjókoma skafrenningur og blint. Hvessir suðvestanlands, einkum eftir hádegi með með skafrenningi og takmörkuðu skyggni. Austanlands skánar veður mjög fyrir hádegi, en hvessir aftur með V-átt í kvöld.Appelsínugul viðvörun:Suðaustanlands, einkum frá Vík austur á Skeiðarársand verður mjög hvöss NV-átt fljótlega upp úr hádegi og fram á kvöld. 25-28 m/s og nánast ekkert skyggni í glórulausum skafrenningi. Einnig á Breiðamerkursandi undir kvöld og hviður allt að 50 m/s. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 9. - 11.-feb.-2018 Samgöngur Veður Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfum hefur ennig verið lokað vegna veðurs. Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir, og þjónusta takmörkuð þess vegna. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Á Suð-vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingsfærð er austantil á Suðurlandi. Hálka er víða á Vesturlandi. Þungfært er í Hvalfirði en Þæfingsfærð á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Klettshálsi og yfir hálsana í Gufudalssveit. Á Norðurlandi er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Éljagangur og snjókoma er víða á Norð-austurlandi. Á Austurlandi er víða snjóþekja og snjókoma á stöku stað. Þæfingur er á Fagradal. Búið er að loka Fjarðarheiði vegna veðurs. Snjóþekja og éljagangur er með suð-austurströndinni. Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið.Gul viðvörun:Þegar kemur fram á daginn fer veður versnandi, fyrst á Norðurlandi, síðan á Vestfjörðum við Breiðafjörð og í Borgarfirði. 18-22 m/s, snjókoma skafrenningur og blint. Hvessir suðvestanlands, einkum eftir hádegi með með skafrenningi og takmörkuðu skyggni. Austanlands skánar veður mjög fyrir hádegi, en hvessir aftur með V-átt í kvöld.Appelsínugul viðvörun:Suðaustanlands, einkum frá Vík austur á Skeiðarársand verður mjög hvöss NV-átt fljótlega upp úr hádegi og fram á kvöld. 25-28 m/s og nánast ekkert skyggni í glórulausum skafrenningi. Einnig á Breiðamerkursandi undir kvöld og hviður allt að 50 m/s. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 9. - 11.-feb.-2018
Samgöngur Veður Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent