Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41