Stormur og takmarkað skyggni í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 08:15 Stormur og hríð verður í höfuðborginni í dag. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á Suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Óli Þór Árnason hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að það sé útlit fyrir að mesti vindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Viðbúið er að skyggni verði mjög takmarkað í versta veðrinu, sem verður á öllu Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi og verður að auki á Suðausturlandi seinnipartinn í dag. Er æskilegt að ana ekki út að óþörfu í dag enda má búast við samgöngutruflunum. Segir Óli Þór að þetta sé leiðinlegasta veðrið sem við hefðum geta fengið. Versta veðrið skellur á um og upp úr hádegi og segir Óli Þór að það verði svipað megnið af deginum. Það fer að draga úr því í kvöld en lægir sennilega ekki fyrr en seint í kvöld eða í nótt. Áfram verður úrkoma í dag og mjög blint og leiðinlegt. Óli Þór telur að þetta geti mjög auðveldlega orðið leiðinlegasta veðrið sem sést hefur á höfuðborgarsvæðinu í ár og hvetur fólk til að fylgjast vel með spám og veðri. Stormur og hríð Búast má við vonskuveðri sunnan- og vestantil á landinu í dag, norðvestan og vestan stormur eða rok með snjókomu og éljum og mjög lélegu skyggni samkvæmt hugleiðingum dagsins frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindstrengur sem liggur fyrir sunnan og vestan lægðina sem sem var að hrella okkur í gær mun ná inn á landið sunnan og vestanvert samkvæmt nýjustu veðurspám og verður hvassast úti við ströndina. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að lægðarmiðjan mundi vera yfir Höfuðborgarsvæðinu um hádegi og halda vindstrengnum þar með fyrir sunnan landið, en nú eru mestu líkur á því að lægðarmiðjan nái ekki svo langt suður og því er vindstrengurinn inn á landi. Eins og áður sagði er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir suðvestanvert landið, þar með talið Höfuðborgarsvæðið og má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið stendur yfir. Fólk er hvatt að fara með gát og fylgjast vel með veðurspám því svona smálægðir geta verið ólíkindatól. Á mánudags morgun má búast við rólegu veðri um allt land, en næsta lægð sem er í myndun langt suðvestur í hafi kemur á hraðsiglingu upp að landinu á mánudagskvöld. Veðurhorfur næsta sólarhringinn er vestlæg átt 15-25 m/s, hvassast NV-til. Gengur í norðvestan og vestan 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu í dag með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en heldur hvassara og snjókoma austanlands seint í dag. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri eða storm um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðvestlæg átt 5-13 m/s og stöku él í flestum landshlutum. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir með snjókomu suðaustan- og austanlands um kvöldið.Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um land. Hægari sunnanátt undir kvöld og dálítil él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt. Yfirleitt þurrt vestantil á landinu, annars snjókoma eða slydda, en síðar rigning við sjóinn. Hlýnar heldur í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki.Á laugardag:Líklega fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. 11. febrúar 2018 07:51