Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 18:37 Töluvert hefur verið um lokanir í dag vegna veðurs. Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld. Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45
Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13