Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 18:37 Töluvert hefur verið um lokanir í dag vegna veðurs. Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld. Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45
Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13