Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2018 11:36 Angela Merkel tók við embætti kanslara árið 2005. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Sjá meira
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00
Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00
Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48