Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2018 11:36 Angela Merkel tók við embætti kanslara árið 2005. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00
Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00
Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48