Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 11:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15