Seinni bylgjan fékk að mynda í klefunum í gær: „Þetta var rosaleg ræða“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 12:00 Tómas Þór Þórðarson kynnti nýung í gær í Seinni bylgjunni en þar er um að ræða myndatöku sem við munum vonandi sjá meira af í kringum úrslitakeppni Olís deildarinnar í vor. Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær. „Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær. „Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.Stöð 2 Sport„Við settum upp myndvél í klefunum hjá ÍR og Selfossi. Þjálfararnir eru síðan með hljóðnema. Við ætlum ekki að sýna strákana í sturtu eða eitthvað svoleiðis en vildum gefa ykkur smá sýnishorn af því sem er að gerast inn í búningsklefanum áður en haldið er út í leik,“ sagði Tómas. Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð. „Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.Stöð 2 Sport„Mínir þjálfarar hafa alltaf staðið og verið ógnandi. Bjarni fer á sama plan,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við: „Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson kynnti nýung í gær í Seinni bylgjunni en þar er um að ræða myndatöku sem við munum vonandi sjá meira af í kringum úrslitakeppni Olís deildarinnar í vor. Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær. „Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær. „Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.Stöð 2 Sport„Við settum upp myndvél í klefunum hjá ÍR og Selfossi. Þjálfararnir eru síðan með hljóðnema. Við ætlum ekki að sýna strákana í sturtu eða eitthvað svoleiðis en vildum gefa ykkur smá sýnishorn af því sem er að gerast inn í búningsklefanum áður en haldið er út í leik,“ sagði Tómas. Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð. „Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.Stöð 2 Sport„Mínir þjálfarar hafa alltaf staðið og verið ógnandi. Bjarni fer á sama plan,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við: „Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira