Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefur verið fluttur af Rigshospitalet til Fredensborgarhallar á Sjálandi þar sem hann hefur óskað eftir að að verja síðustu dögum ævi sinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Heilsu Hinriks hefur hrakað mikið síðustu vikurnar og er ástand hann enn sagt alvarlegt.
Hinrik var lagður inn á ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í lok janúarmánaðar þar sem hinn 83 ára gamli prins hefur verið undir smásjá lækna. Í tilkynningu frá höllinni, sem send var út 2. febrúar síðastliðinn, var greint frá góðkynja æxli sem fundist hafði í vinstra lunga prinsins.
Hann hafi undanfarna daga sætt meðferð til að sporna við lungasjúkdómum.
Þá var greint frá því síðasta sumar að hann væri með heilabilun.